Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

Ljósmyndir/fasteignaljósmyndun.is

Við Vatnsholt í Reykjavík stendur glæsileg hæð sem er 163 fm að stærð. Hæðin er í húsi sem byggt var 1965. 

Vatnsholtið í Reykjavík er vinsæl gata enda alveg í hjarta Reykjavíkur en um leið algerlega falinn fjársjóður. 

Í þessari fallegu íbúð er gott skipulag. Í eldhúsi er gott skápapláss og fallegar innréttingar. Eldhúsið er opið inn í stofu þar sem hægt er að hafa það notalegt fyrir framan arininn. 

Á þessari fallegu hæð er sérstakur svefnherbergisgangur sem er mjög eftirsóknarverður. Á honum er líka baðherbergi sem er hannað af Sæbjörgu Guðjónsdóttur innanhússhönnuði.

Eins og sjá má á myndunum er íbúðin ákaflega falleg og vel skipulögð. 

Af fasteignavef mbl.is: Vatnsholt 4

mbl.is