Forstofan eins og á fimm stjörnu hóteli

Það vantar fallega mottu og góðan bekk í þessa forstofu.
Það vantar fallega mottu og góðan bekk í þessa forstofu. mbl.is/Thinkstockphotos

Forstofur eru oft lítil en á sama tíma afar mikilvæg rými á heimilinu. Þar geyma flestir skó, óþarfamikið af yfirhöfnum, húfum og vettlingum. Fólk neyðist einnig til þess að koma við í forstofunni ef það ætlar út úr húsi á annað borð. Af hverju þá ekki að eyða smá púðri í þetta ótrúlega mikilvæga en oft vanmetna rými? Á vef Mydomaine má finna nokkur ráð um hvernig hægt er að breyta venjulegri forstofu í lúxusforstofu. 

Sæti

Númer eitt, tvö og þrjú er að hafa góðan stað til að sitja á í forstofunni. Langir bekkir eru til að mynda mjög sniðugir. Það er betra að klæða sig í skó sitjandi en standandi. Stundum getur þó verið málið að velja flottan og áberandi stól í forstofuna. 

Motta

Falleg motta getur algjörlega breytt ásýnd og stemmningunni í forstofunni. 

Eitthvað áberandi

Það getur verið skemmtilegt að gefa forstofunni meiri persónuleika með því að nota áberandi liti eða form. Þetta á ekki endilega við um málningu heldur einnig hluti og listaverk í forstofunni. 

Listaverk

Listaverk eiga ekki bara heima inni í stofu. Fallegt listaverk getur gert gæfumuninn enda er þetta eitt af því fyrsta sem gestir sjá þegar þeir koma í heimsókn. 

Fallegt ljós

Ljós er ekki bara ljós. Ekki sætta þig við bara einfalda ljóskastara í forstofunni. Hangandi ljós getur komið fallega út í forstofunni og ekki skemmir fyrir ef hægt er að stýra birtunni. 

Hvernig ljós eru í forstofunni?
Hvernig ljós eru í forstofunni? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is