Vel skipulagt og smekklegt fjölskylduheimili í Grafarvogi

Við Laufengi í Grafarvogi stendur afar hugguleg 85,7 fm íbúð sem búið er að endurnýja mikið. Íbúðin stendur í húsi sem byggt var 1992 og hefur verið nostrað við íbúðina. 

Í eldhúsinu er hvít innrétting úr IKEA og hvítar borðplötur. Eldhúsið er opið inn í stofu og er tangi við endann á innréttingunni. Gott skipulag er í eldhúsinu. 

Á íbúðinni er nýlegt parket og eru innihurðir og fataskápar lakkað í svörtum möttum lit sem er svo móðins núna. 

Á baðherberginu er ný innrétting og flísar og inn af baðherberginu er þvottahús sem er mjög vel skipulagt. 

Eins og sjá má á myndunum er húsgögnum raðað upp á smekklegan hátt. 

Af fasteignavef mbl.is: Laufengi 82

mbl.is