Boris Johnson græddi ríflega 140 milljónir á eign sinni

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, er fyrsti aðilinn sem er ekki …
Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, er fyrsti aðilinn sem er ekki í hjónabandi sem býr með kærustu sinni að Downing-stræti 10. mbl.is/AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, seldi glæsieign sína í Islington-hverfinu fyrir sex mánuðum síðan á einar 543 milljónir króna. Verðið þykir einstakt fyrir hús í þessu hverfi. En upphaflega vildi hann fá 600 milljónir fyrir eignina.

Johnson keypti húsið upprunalega árið 2009 ásamt fyrrverandi konu sinni, Marina Wheeler, á rúmlega 400 milljónir íslenskra króna.

Johnson og Wheeler giftu sig árið 1993 en tilkynntu um skilnað sinn í fyrra. Samband þeirra var á allra vörum á sínum tíma, enda þótti vitað að þau hefðu farið að vera saman, þegar hann var enn þá giftur Allegra Mostyn-Owen. Johnson og Mostyn-Owen gengu í hjónaband árið 1987 sem lauk sama ár og hann giftist Wheeler, eða árið 1993. Johnson sem er þekktur fyrir skrautlegt ástarlíf sitt, framhjáhöld og barn sem hann á utan hjónabands, er nú kominn með nýja konu. Sú heitir Carrie Symonds. 

Boris Johnson ásamt unnustu sinni Carrie Symonds. Þau eru fyrsta …
Boris Johnson ásamt unnustu sinni Carrie Symonds. Þau eru fyrsta kjærustuparið sem býr á Downing-stræti 10. mbl.is/AfP

Johnson og Symonds eru fyrsta parið í sögu Bretlands, sem býr í óvígðu hjónabandi að Downing stræti 10, en húsið er eins og margir vita bústaður forsætisráðherra Bretlands. 

Johnson setti eignina sína í Islington hverfinu á sölu einum degi áður en tilkynnt var um leiðtogakjör hans í breska íhaldsflokknum. Þegar hann tók við af Theresu May sem gegnt hafði embættinu frá því sumarið 2016. 

Húsið sem hann seldi í fyrra er frá árinu 1841. Það er 280 fm að stærð, með fjórum svefnherbergjum og svölum sem bjóða upp á dásamlegt útsýni yfir hverfið. Verðið sem hann fékk fyrir eignina þykir gott en Bretar eru forvitnir að vita hver festi kaup á heimili forsætisráðherrans. 

mbl.is