Aron Einar byggir glæsihús í Garðabæ

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.

Félag Arons Einars Gunnarssonar, AG17 ehf., hefur keypt fasteign við Víkurgötu 17 í Garðabæ. Kaupin fóru fram 30. desember síðastliðinn. 

Húsið stendur við Víkurgötu í Garðabæ sem er í nýja hverfinu fyrir ofan IKEA og Costco. Úr húsinu er útsýni yfir Urriðavatn. Engar fasteignir skyggja á útsýni úr húsinu því eingöngu er göngustígur fyrir neðan húsið. 

Húsið sjálft verður 252 fm að stærð en bílskúrinn verður 53 fm en það er enn þá á byggingarstigi. 

Eins og sést á myndunum verður húsið hið glæsilegasta þegar það verður tilbúið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál