Emmsjé Gauti og Jovana selja útsýnisíbúðina

Emmsjé Gauti og Jovana Schally ganga í takt í lífinu.
Emmsjé Gauti og Jovana Schally ganga í takt í lífinu.

Rapparinn og hamborgarastaðaeigandinn, Emmsjé Gauti, og unnusta hans, Jovana Schally, hafa sett sína litríku og fallegu íbúð við Kaplaskjólsveg á sölu. 

Íbúðin er 84.5 fm að stærð og stendur á fjórðu hæð í húsi sem byggt var 1965. Íbúðin er einstaklega smekklega innréttuð og útsýnið úr íbúðinni er stórbrotið. 

Stofa og eldhús renna að hluta til saman í eitt. Í eldhúsinu er hvít innrétting með hvítum flísum á milli skápa og með grárri borðplötu. 

Stofan er máluð í einstaklega hlýlegum fjólubláum lit sem passar vel við sófa, málverk, hillur og húsgögn. Íbúðin er á tveimur hæðum og á efri hæðinni eru barnaherbergi og salerni. 

Eins og sjá má á myndunum er góður andi í íbúðinni. 

Af fateignavef mbl.is: Kaplaskjólsvegur 27

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda