Þetta er heitasta IKEA-eldhúsið um þessar mundir

Hvernig er draumaeldhúsið þitt? Er það hvítt háglansandi eða er það með viðarhurðum? Ef þig dreymir um eldhús með viðarhurðum ættir þú að geta glaðst núna því IKEA er komið með nýjar framhliðar á eldhúsinnréttingar. 

Nýju frontarnir heita VOXTORP og eru með eikaráferð. Þessir frontar færa eldhúsið í hlýlegt og náttúrulegt útlit. Ef þú vilt fara alla leið hvað varðar snyrtimennsku og stíl getur þú bætt við sökklum og listum í stíl. 

mbl.is