Ýr og Anthony eiga hönnunargarð í Hafnarfirði

Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo.
Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo.

Við reisulegt og afar snoturt timburhús við Suðurgötu 6 í Hafnarfirði hafa hjónin Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir skapað umhverfi ólíkt öllu sem almennt tíðkast í görðum og utanhússhönnun hér á landi. 

Stíll þeirra er persónulegur, nútímalegur, kúl og töff enda parið afburða smekklegt og með næmt auga fyrir umhverfinu en garðurinn var kosinn einn af verðlaunagörðum bæjarins í fyrra. Ýr gefur eiginmanninum heiðurinn af bæði hugviti, hönnun og framkvæmd en Anthony, sem er fæddur og uppalinn í Kaliforníu, starfaði hjá Apple þar sem hann vann meðal annars í því að hanna verslanir fyrir tölvurisann. Svo gerðist það að listamaðurinn frá Kaliforníu fann ástina á Íslandi, nánar tiltekið á Kaffibarnum af öllum stöðum.

„Ég hafði verið að vinna að verkefni á Hótel Búðum og aldrei komið til Reykjavíkur enda miklu hrifnari af sveit en borg. Við Ýr hittumst svo bara á dansgólfinu á Kaffibarnum, urðum ástfangin og hér er ég, sjö árum síðar,“ segir hann kíminn og bætir við að sagan hefði kannski getað verið rómantískari.

Útisvæði gerast varla flottara en þetta. Hái veggurinn í bakgrunni …
Útisvæði gerast varla flottara en þetta. Hái veggurinn í bakgrunni og Gólfið á pallinum var smíðað úr viðarpallettum sem þau Ýr og Anthony söfnuðu yfir langan tíma. Veggirnir og pallurinn eru málaðir með svartri tjöru og viðarvörn sem skýlir vel gegn veðri og vindum. Trén og plönturnar sem standa á pallinum koma flestar frá Gróðrastöðinni Þöll í Hafnarfirði en hjónin standa í allskonar tilraunastarfsemi í samvinnu við gróðrastöðina við að kanna hvaða plöntum er hægt að koma á legg.
Húsin að Suðurgötu 6 9 í Hafnarfirði er með eindæmum …
Húsin að Suðurgötu 6 9 í Hafnarfirði er með eindæmum fallegt með sínu hvíta bárujárni og frönsku gluggum. Beðið fyrir framan er bæði nýstárlegt og skemmtilegt og hér eru túlípanarnir í sannkölluðu sumarskapi.

Hafnarfjörðurinn næstum því eins og bær úti á landi

Þau Ýr og Anthony eru samstillt par og ber umhverfi þeirra merki þess. Ýr er fædd og uppalin í Hafnarfirði en eins og áður segir hefði Anthony frekar kosið að búa úti í sveit því þar líður honum best. „Hafnarfjörðurinn reyndist millivegurinn því á margan hátt er þetta eins og að búa í bæ úti á landi,“ segir Ýr og Anthony tekur undir. „Stutt í allt, mikil bæjarstemning og góð samstaða meðal íbúa.“

Óhætt er að segja að hjónin hafi náð að skapa ákveðna sveitastemningu í kringum sig. Bæði í eigin garði og á reit sem stendur við hliðina á þeirra lóð og er í eigu Hafnarfjarðarbæjar en hjónin hafa tekið að sér að „fóstra“ reitinn. Þar hafa þau sett upp snotur matjurtabeð og afar glæsilegan hænsnakofa með torfþaki og tilheyrandi. Þá stendur einnig til að koma upp gróðurskála á lóðinni þar sem fólk getur komið saman, fundað og sitthvað fleira. „Við erum meira að segja búin að fá símtal frá jógakennara sem ætlar að koma og vera með tíma í húsinu þegar allt er klárt. Möguleikarnir eru í raun ótalmargir og við viljum leggja áherslu á samfélagslega þáttinn; að fólk geti stoppað við og notið. Græn svæði skipta svo ótrúlega miklu máli í því samhengi.“

„Gömul kona sagðist meira að segja hafa tárast af gleði“

Á sama reit stendur einnig glæsilegt grenitré sem hinn framtakssami Anthony tók að sér að skreyta í desember í fyrra. Alveg upp á eigin spítur.

„Mér fannst allt í einu ekkert annað koma til greina en að setja jólaljós á tréð svo ég sótti um styrk frá bænum, fékk hann og fór sjálfur í málið,“ segir hann.

„Þetta var gríðarlega mikil vinna sem stóð í fimm daga en erfiðið skilaði sér svo sannarlega. Hingað flykktust bæjarbúar til að dást að trénu og margir sögðust ekki einu sinni hafa tekið eftir því fyrr þrátt fyrir að hafa búið hérna alla ævi. Gömul kona sagðist meira að segja hafa tárast af gleði yfir fegurð trésins og það gladdi okkur ósegjanlega mikið. Það er í raun ekkert sem gleður okkur meira en að geta gefið af okkur, kynnast nýju fólki og mynda jákvæð og uppbyggileg tengsl.“

Breytti bílskúr í hönnunarverslun og verkstæði

Þegar hjónin keyptu húsið sitt fyrir sex árum var lítið þar í kring og erfitt að ímynda sér hvernig það leit út nú þegar þetta verðlaunaða umhverfi blasir við. Þar sem hár tréveggurinn hefur verið reistur við pallinn var áður berangurslegur og ójafn steypuveggur ataður veggjakroti. Bílskúrinn var einnig í slæmu ásigkomulagi en með aðdáunarverðri elju réðst Anthony í að umbreyta skúrnum í litla hönnunarbúð, vinnustofu og samkomurými sem þau kalla The Shed en það þýðir ósköp einfaldlega skúrinn eða kofinn. Þar selja þau fallegar handgerðar vörur, bæði eigin framleiðslu og frá vinum og kunningjum, undir nafninu Reykjavik Trading Company. Öllum er frjálst að líta þar inn en betra er að gera boð á undan sér með því að senda skilaboð á facebook eða instagram. Sjón er sögu ríkari.

https://www.facebook.com/shedhomesupply/

Hér má sjá gamla bílskúrinn sem Anthony réðist í að …
Hér má sjá gamla bílskúrinn sem Anthony réðist í að umbreyta. Stóri glugginn snýr í suður eins og pallurinn og því skortir blómin enga birtu.
Öfugt við íhluti frá Apple haldast klassískir leirpottar alltaf í …
Öfugt við íhluti frá Apple haldast klassískir leirpottar alltaf í stöðluðum stærðum og því var þessi sérsmíðaða járngrind undir blómapottana algerlega frábær hugmynd. Grindin er fest beint á vegginn og í pottunum spretta bæði jarðarber og aðrar plöntu. Undir þakrennunni liggja svo lítil rör sem beina regnvatninu niður og vökva þannig blómin.
Hér er horft frá pallinum að húsinu. Ljósaseríurnar sem hanga …
Hér er horft frá pallinum að húsinu. Ljósaseríurnar sem hanga í forgrunni er hægt að hafa úti allan ársins hring en þær má t.d kaupa í Costco.
Anthony er mjög hrifinn af torfþökum og hér sést hann …
Anthony er mjög hrifinn af torfþökum og hér sést hann tyrfa þakið á hýbíli landnámshænanna þriggja sem þarna búa. Gróðurskálinn sem getið er í viðtalinu á að standa þar sem efri beðin eru á lóðinni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál