Love Actually-gatan heillar í dag

Andrew Lincoln og Keira Knightley á götunni frægu úr Love …
Andrew Lincoln og Keira Knightley á götunni frægu úr Love Actually. Ljósmynd/Imdb

Kvikmyndin Love Actually er í uppáhaldi hjá mörgum og sérstaklega atriðið þar sem persóna Andrew Lincoln játar ást sína fyrir persónu Keiru Knightley fyrir framan hús hennar.  Hús í þessari krúttlegu götu í Notting Hill-hverfinu í London er nú komið á sölu. Húsin í götunni láta ekki mikið fyrir sér fara í myndinni en kosta þó ansi mikið. 

Ekki er vitað hvort um nákvæmlega sama hús og persóna Keiru Knightley bjó í en gatan er sú sama að því fram kemur á vef The Sun. Fasteignasalan Knight Frank er með húsið á sölu og kostar það 2,75 milljónir punda eða um 487 milljónir íslenskra króna. Í húsinu eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi ásamt þakgarði.  

Nokkrir mánuðir eru þangað til að það telst eðlilegt að byrja að horfa á þessa rómuðu jólamynd aftur. Á meðan geta aðdáendur myndarinnar skoðað hvernig hús úr götunni og gatan sjálf lítur út í dag. 

Húsin eru sérstaklega krúttleg í götunni.
Húsin eru sérstaklega krúttleg í götunni. Ljósmynd/Knight Frank
Gatan er jafnvel fallegri í dagsbirtu en í skammdeginu í …
Gatan er jafnvel fallegri í dagsbirtu en í skammdeginu í myndinni. Ljósmynd/Knight Frank
Þakgarður kemur sér vel í borg eins og London.
Þakgarður kemur sér vel í borg eins og London. Ljósmynd/Knight Frank
Húsið er opið.
Húsið er opið. Ljósmynd/Knight Frank
mbl.is