Er þetta eitt best skipulagða eldhús veraldar?

Ljósmynd/carterwilliamson.com

Arkitektastofan Carter Williamson hefur unnið til fjölda verðlauna í sínu sviði. Það kemur líklega engum á óvart sem skoðar verk þeirra enda eru þau þekkt fyrir frumleika, fegurð og að fá það allra besta út úr hverjum fermetra.

Þannig var það líka þegar arkitektastofan fékk það verkefni að hanna eldhús í Sydney í Ástralíu. Þar mætast grænar sprautulakkaðar innréttingar, marmari og hringlaga höldur. Auk þess nota þau við til að skapa hlýleika á móti grænu innréttingunum. 

Til þess að hámarka nýtingu á herberginu er eldhúsinnréttingin á endaveggnum sem breytist svo í raun í sjónvarpsskenk. Til þess að nýta plássið sem best er leðurklæddur bekkur í eldhúsinu sem er áfastur við eyjuna. Þannig er pláss fyrir eyju og hugsanlega gætu tíu manneskjur borðað saman í eldhúsinu án þess að kremjast. 

Ljósmynd/carterwilliamson.com
Ljósmynd/carterwilliamson.com
mbl.is