Íbúð Vilhjálms og Katrínar ógnarstór

Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins búa vel.
Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins búa vel. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja búa í íbúð í Kensington-höll í Lundúnum. Margar íbúðir eru í höllinni en íbúðirnar eru þó ekki á stærð við það sem flestir ímynda sér þegar orðið íbúð kemur upp í hugann. 

Húsnæði hertogahjónanna er kallað „Apartment 1A“ eða íbúð 1A. Orðið gefur þó ekki alveg rétta mynd af stærðinni þar sem íbúðin er eins og stórt hús. Þeir sem þekkja til segja húsnæði þeirra vera með 20 herbergjum og á nokkrum hæðum. Allir bústaðirnir í Kensington-höll eru kallaðir íbúðir. Húsin eru öll föst saman en eru þó hús. 

Konunglegir sérfræðingar hvetja fólk til þess að láta ekki blekkjast að því er fram kemur á vef Daily Mail. Er íbúðinni ekki einu sinni lýst sem litlu húsi heldur eins og stóru sveitasetri í miðborg Lundúna. 

Katrín og Vilhjálmur búa í stóru húsi ekki íbúð.
Katrín og Vilhjálmur búa í stóru húsi ekki íbúð. AFP

Vilhjálmur og Katrín fengu íbúðina eftir að þau giftu sig og var hún þá gerð upp. Kostaði það mikið þrátt fyrir að þau keyptu sjálf innanstokksmuni. Meðal þess sem fjallað var um á sínum tíma var að útbúa aukaeldhús. Fyrir var um 30 fermetra nýuppgert eldhús. Voru þau sögð ætla að borga sjálf fyrir aukaeldhúsið. 

Auk þess að búa í þessu stóra húsi í London með þremur börnum sínum eiga hjónin einnig sveitasetur.

mbl.is