„Ég elska að koma inn á heim­ili og hitta skemmti­legt fólk“

Fallegir púðar lífga upp á heimilið. Púðinn með apamyndinni á …
Fallegir púðar lífga upp á heimilið. Púðinn með apamyndinni á er úr BAST í Kringlunni. Listaverkið fékk Sólveig í gjöf frá foreldrum sínum en þau keyptu það af ungum listamanni á Kúbu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sól­veig Andrea Jóns­dótt­ir út­skrifaðist sem inn­an­húss­arki­tekt frá Istituto Super­i­ore di Archit­ettura e Design í Mílanó árið 1998. Í dag starfar Sólveig sjálfstætt, hún elskar að ráða tíma sínum sjálf og hjálpa viðskiptavinum sínum við að gera heimili þeirra fallegri. 

„Heim­ilið mitt er hlý­legt, mér líður best þegar það er mik­il hreyf­ing í hús­inu. Krakk­arn­ir með vini sína heima eða fjöl­skyld­an í mat,“ seg­ir Sól­veig þegar hún er beðin um að lýsa sínu heim­ili. Hún segir þó alltaf gott að fá ró og næði inn á milli. Þá finnst henni best að hreiðra um sig í stofu­sóf­an­um. Í sóf­an­um finnst henni gott að fara yfir dag­inn með kaffi­bolla í hend­inni. 

Sól­veig Andrea seg­ir að heim­ili henn­ar end­ur­spegli ekki endi­lega það sem hún hann­ar fyr­ir viðskipta­vini sína. 

„Hönn­un­in endu­spegl­ar kúnn­an, það er hann sem ræður ferðinni. Ég aðstoða við að ná sem bestu út úr hverju verk­efni fyrir sig með fag­legri aðstoð og auðvitað hafa viðskipta­vin­irn­ir mikið um þetta að segja.“

Sólveig segir plöntur og blóm lífga upp á heimili. Lampinn …
Sólveig segir plöntur og blóm lífga upp á heimili. Lampinn er úr IKEA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fólk er með hugann við heimilið

Sól­veig seg­ir að kór­ónu­veir­an hafi ekki haft mik­il áhrif á henn­ar stétt. Ástæðan er ein­föld – fólk er mun meira heima hjá sér þessi misserin og er ekki að ferðast. Þar af leiðandi er meiri áhersla á lögð á heimilin. 

„Fólk er að taka í gegn hjá sér sér eld­hús og baðher­bergi, það sem löngu var kominn tími á en hef­ur ekki verið tími í. Fólk hef­ur kannski notað „Spánar­pen­ing­ana“ í eld­húsið. Ég held að við höf­um verið það mikið inni í „COVID“ og dag­arnir snér­ust um hvað ætti að vera í mat­inn. Það hef­ur verið mik­il bið eft­ir inn­rétt­ing­um á smíðaverk­stæðum og í versl­un­um enda mikið að gera hjá öll­um í þess­um geira.

Eins var ekki hægt að koma eins miklu til lands­ins af hús­gögn­um og öðrum vörum, svo komu sum­ar­frí inn í. Þegar löndin opnuðu loks­ins hafði mynd­ast smá bið eft­ir hús­gögn­um og öðru. En það er allt að komast á rétta braut núna og búðir ná að sinna eft­ir­spurn. Þetta hef­ur verið mjög skemmti­leg­ur tími og fólk hef­ur verið til­búið með öll­um ráðstöf­un­um og tveggja metra regl­unni að fá mig inn á heim­ili sín til að aðstoða sig. Mér finnst mjög gam­an að koma í inn­lit hjá fólki og ráðleggja þeim – ég elska að koma inn á heim­ili og hitta skemmti­legt fólk.“

Sólveig Andrea er mikil kertakona og er haustið hennar uppáhaldstími. …
Sólveig Andrea er mikil kertakona og er haustið hennar uppáhaldstími. Sófinn er frá Tekk/Hbitat. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað straum­ar eru að koma sterk­ir inn í vet­ur? 

„Sterk­ir straum­ar í vet­ur eru klár­lega heit­ir lit­ir, hlýj­ir jarðtón­ar og jarðlit­ir. Beis er klár­lega lit­ur­inn sem verður í vet­ur og er þegar kominn inn á mjög mörg heim­ili. Bra­ve lit­ur­inn frá Sér­efni er lit­ur árs­ins og er mjög fal­leg­ur. Við erum að fara úr köld­um grá­um lit­um sem eru bún­ir að vera svo lengi og erum að gera heim­ili okk­ar hlý­legri. Íslend­ing­ar eiga svo fal­leg heim­ili, hugsa vel um þau og eru klár­lega með á nót­un­um með það nýj­asta. Svart­ar inn­rétt­ing­ar og marm­ara borðplöt­ur hafa verið mjög vin­sæl­ar lengi. Þær eru enn inni enda svart alltaf í tísku og klass­ísk­ur lit­ur. Þá er ég að tala um svart­bæsaða eik sem ég er hrifn­ari af en al­veg svörtu, mér finnst fal­legra þegar viðurinn sést. Það er líka mikið verið að taka súkkulaðibrún­ar inn­rétt­ing­ar.

Íslend­ing­ar eru að setja sinn per­sónu­lega stíl á heim­il­in sín og blanda sam­an hlýj­um tón­um við þetta svarta. Bast er mikið í tísku núna og ég per­sónu­lega elska bast. Svo er haustið að ganga í garð sem er minn uppáhaldstími. Ég er mik­il ker­ta­kona og elska þegar það er ekki bjart all­an sóla­hring­in,“ segir Sólveig.

Sólveig Andrea innanhússarkitekt hannaði fallegt opið eldhús á Tómasarhaga.
Sólveig Andrea innanhússarkitekt hannaði fallegt opið eldhús á Tómasarhaga. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Eldhúsin vinsæl

Sólveig segir vinsælt að gera upp eldhús og eru opin eldhús málið í dag. 

„Gott nútímaeldhús þarf að henta fjölskyldunni. Stórar eyjur þar sem öll fjölskyldan getur komið saman eru mjög vinsælar. Mjög vinsælt er að setja tækjaskáp í eldhúsið til að loka af tæki. Einnig þarf að vera þægilegt að vinna í eldhúsinu.“

Marmari er áberandi í efnisvali í eldhúsum í dag og reyndar á baðherbergjum líka.

„Marmaraútlitið og marmari er alltaf vinsælt. Enda efni sem er alltaf fallegt og eldist mjög vel. Það er komið svo miklu meira úrval af marmara hjá þeim í Granítsmiðjunni og svo er fallegt að toppa eldhúsið með fallegri borðplötu.“

Hér mætir dökk eikarinnrétting ljósum steini í eldhúsinu.
Hér mætir dökk eikarinnrétting ljósum steini í eldhúsinu. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Þegar stórar ákvarðanir eins og að gera upp eldhús eru teknar er gott að fá fagaðila í verkið. 

„Ég mæli alltaf með því að láta fagaðila sjá um verkið og fá sér inn­an­hús­arki­tekt til að skoða bestu út­færsl­una. Það er ekki ódýrt að skipta um eld­hús­inn­rétt­ingu hjá sér, þetta er oft hjartað á heimilinu og það rými sem er mest notað. Við erum ekki að fá okk­ur nýja inn­rétt­ingu dag­lega. Inn­rétt­ing­arn­ar þurfa að vera tíma­laus­ar og hægt að vinna með þeim ef maður vill breyta hjá sér,“ segir Sólveig og bendir á að það sé til dæmis hægt breyta góðum innréttingum seinna meir með því að skipta um borðplötu, skipta um hurðar, filma eða mála.“

Sólveig Andrea segir tækjaskápar eins og má sjá í þessu …
Sólveig Andrea segir tækjaskápar eins og má sjá í þessu eldhúsi í Kópavogi vinsæla. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Að lokum segir Sólveig að það sé auðveldlega hægt að lífga upp á heimili án þess að fara út í stórar framkvæmdir. 

„Það er alltaf auðveld­ast að mála ef maður vill breyta hjá sér og það er jafnframt ódýr­asta leiðin. Nýj­ir púðar og gard­ín­ur geta gert krafa­verk ef að maður er orðin þreytt­ur á stof­unni hjá sér,“ segir Sólveig sem er spennt fyrir vetrinum og öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem hún er að vinna að.

Lítið fer fyrir höldum en þær eru fræstar í innréttinguna.
Lítið fer fyrir höldum en þær eru fræstar í innréttinguna. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál