HönnunarMars verður í maí

Þórey Einarsdóttir stjórnandi HönnunarMars.
Þórey Einarsdóttir stjórnandi HönnunarMars. Ljósmynd/Hákon Davíð Björnsson

Hönnunarhátíðin HönnunarMars mun fara fram dagana 19. -23. maí 2021. Stjórn hátíðarinnar tók ákvörðun þess efnis, bæði í ljósi yfirstandandi heimsfaraldurs og óvissunni sem því fylgir og sömuleiðis gríðarlega góðum viðtökum bæði þátttakenda og gesta við HönnunarMars í júní sem fór fram dagana 24.-28. júní.

„HönnunarMars er 12 ára hátíð sem fæddist í miðju hruni og hefur frá upphafi verið boðberi bjartsýni, nýsköpunar og nýrra leiða. Hátíðin mun halda áfram að koma inn með krafti, veita innblástur og gleði ásamt að varpa ljósi þann kraumandi skapandi kraft sem hönnunarsamfélagið hér á landi hefur að geyma. Við vitum hvorki hvað framtíðin ber í skauti sér né hvernig hátíðarhald verður en ljóst er að alltaf verður þörf á samtalinu. Því ber okkur skylda að halda ótrauð áfram. Það eru bjartari tímar fram undan, HönnunarMars 2021 verður með nýju sniði í takt við nýja tíma,“ segir Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars. 

mbl.is