Einstakt einbýli sem búið er að nostra við

Í Palm Springs í Bandaríkjunum stendur glæsilegt einbýlishús hannað af arkitektastofunni InForm Design

Húsið er opið og bjart með einstaklega fallegum innréttingum. Í eldhúsinu er til dæmis stór og myndarleg eikarinnrétting sem veitir hlýlegt yfirbragð. Hægt er að opna út í garð úr eldhúsinu en þar er sundlaug og góð aðstaða til að njóta lífsins. 

Palm Springs er þekktur sumardvalarstaður sem er inni í landi en það tekur tæplega tvo klukkutíma að keyra þangað frá Los Angeles. 

mbl.is