Huggulegt í sumarhúsi Beckhams

Hjónin stilla sér upp fyrir framan sumarhúsið í Cotswolds sveitinni.
Hjónin stilla sér upp fyrir framan sumarhúsið í Cotswolds sveitinni. Skjáskot/Instagram

Victoria Beckham gaf fylgjendum sínum á Instagram innsýn í sumarhús hjónanna í Cotswolds-sveitinni sem er annáluð fyrir einstaka fegurð. Beckham hefur verið dugleg að sýna nýjustu fatalínu sína á meðan hún vinnur heiman frá í sumarhúsinu. Á myndunum má sjá glitta í fallega hannað heimilið þeirra en fjölskyldan hefur varið miklum tíma þar eftir að heimsfaraldurinn fór á stjá.

Ljóst er að vandað hefur verið til verks þegar kemur að innviðum hússins. Stíllinn er nokkuð hrár og sveitalegur. Hlaðnir múrsteinsveggir, grófur og dökkur viður og flauelssófar í jarðlitum setja sterkan svip á heildarútlitið. Á heimaskrifstofunni er risastór gluggi sem nær frá lofti til gólfs og skrifborðið er úr þykkum, dökkum marmara með viðarfótum.

Heimaskrifstofan er björt með vönduðum húsgögnum.
Heimaskrifstofan er björt með vönduðum húsgögnum. Skjáskot/Instagram
Grófir viðarveggir gefa hlýlegt og náttúrulegt yfirbragð.
Grófir viðarveggir gefa hlýlegt og náttúrulegt yfirbragð. Skjáskot/Instagram
Eldhúsið hefur mikinn sveitasjarma. Pottar og pönnur hanga yfir eldhúseyjunni …
Eldhúsið hefur mikinn sveitasjarma. Pottar og pönnur hanga yfir eldhúseyjunni sem er með þykkri viðarborðplötu. Skjáskot/Instagram
Í stofunni eru hlaðnir múrsteinsveggir og mjúkur flauelssófi í mildum …
Í stofunni eru hlaðnir múrsteinsveggir og mjúkur flauelssófi í mildum gráum lit. Litapallettan á þessu heimili einkennist af hlýjum brúnum litum í bland við aðra jarðliti. Skjáskot/Instagram
mbl.is