Síðustu jólin í Hvíta húsinu – hvað gerir Melania?

Hvernig ætli jólaskreytingarnar í Hvíta húsinu verði þetta árið?
Hvernig ætli jólaskreytingarnar í Hvíta húsinu verði þetta árið? AFP

Þessi jól eru að öllum líkindum síðustu jólin sem Donald og Melania Trump munu eyða í Hvíta húsinu. Það er í verkahring forsetafrúarinnar að skipuleggja og hanna jólaskreytingarnar en skreytingar Melaniu undanfarin ár hafa verið á milli tannanna á fólki. 

Fyrstu jól hjónanna í Hvíta húsinu voru árið 2017. Þá valdi Melania hvítt þema sem var einstaklega fallegt og hátíðlegt. Í nokkrum herbergjum voru þó mun hlýlegri skreytingar. Alls lét hún setja upp 53 jóla­tré, yfir 12 þúsund skreyt­ing­ar, tæp­an fimm og hálf­an kíló­metra af jólaserí­um, 71 jólakr­ans og fjöld­ann all­an af pip­ar­köku­hús­um.

Melania Trump og jólaskreytingarnar árið 2017.
Melania Trump og jólaskreytingarnar árið 2017. AFP

Árið 2018 missteig forsetafrúin sig að mati einhverra en þá fór hún yfir í rauðan og vísaði þar í rauða litinn í fána Bandaríkjanna. Himinhá rauð jólatré voru áberandi og þótti einhverjum trén minna á þættina Handmaid's Tale. 

Skreytingarnar árið 2018 fóru fyrir brjóstið á mörgum.
Skreytingarnar árið 2018 fóru fyrir brjóstið á mörgum.

Í fyrra var þema jólaskreytinganna „Andi Bandaríkjanna“ og fór sem betur fer ekki fyrir brjóstið á neinum. Skreytingarnar voru einstaklega fallegar og hlýlegar. Þar fékk grænn litur jólatrjánna að njóta sín með gylltum skreytingum. 

View this post on Instagram

“The Spirit of America” #ChristmasWhiteHouse2019

A post shared by First Lady Melania Trump (@flotus) on Dec 2, 2019 at 2:42am PST

mbl.is