Partíeldhús í 135 milljóna húsi í Hafnarfirði

Stór og mikil eyja setur svip á efri hæðina.
Stór og mikil eyja setur svip á efri hæðina. Ljósmynd/Aðsend

Í Skógarás í Áslandshverfinu í Hafnarfirði er komið á sölu einstakt einbýlishús með miklu útsýni. Húsið er 299,6 fermetrar og byggt árið 2009. Ásett verð er 135 milljónir en fasteignamat fyrir árið 2021 er rúmlega 110 milljónir. 

Veggir málaðir með dökkri málningu, dökkar innréttingar og flísar setja svip á heimilið og mynda samfellu í fagurfræði innanhúss og utan. Húsgögn og listmunir fullkomna svo grófleikann. 

Eldhúsið er opið og stór eyja úr graníti er miðja efri hæðinnar. Skipulagið býður upp á stór og skemmtileg partí þegar slíkt verður leyfilegt aftur. 

Af fasteignavef mbl.is: Skógarás 5

Dökkt og sjarmerandi í Hafnarfirði.
Dökkt og sjarmerandi í Hafnarfirði. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is