Íslenskt hús Tinu og Helga á forsíðu Bo Bedre

Hjónin Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson eiga afdrep í …
Hjónin Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson eiga afdrep í íslensku sveitinni sem vekur heimsathygli. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslensk hönnunarperla prýðir forsíðu janúarútgáfu danska hönnunartímaritsins Bo Bedre. Tónlistarhjónin Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson eiga þetta fallega hús en Tina er ein þekktasta tónlistarkona Danmerkur. 

Á vef Bo Bedre segir að útsýnið úr stofu Tinu sé stórkostlegt. Hún er sögð hafa byggt draumahúsið milli fallegra grenitrjáa og íslenskra fjalla með eiginmanni sínum. Myndirnar af húsinu tók íslenski ljósmyndarinn Marinó Thorlacius. 

Tina flutti til Íslands fyrir níu árum með Helga Hrafni. Þegar hjónin eru ekki á tónleikaferðalögum eru þau á Íslandi. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi en árið 2015 var Helgi Hrafn útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness. 

„Ég vissi það einhvern veginn strax og við þurftum ekki einu sinni að taka þá umræðu formlega hvar við ætluðum að búa. Hér fann ég einhvern frið og leið betur í eigin skinni en mér hafði liðið í mörg ár. Það voru fylgifiskar þess að vera frægur í Danmörku sem mér fannst erfitt að búa við. Ísland hefur haft mikil áhrif á mig sem manneskju og einnig í starfi. Mér finnst ég vera afkastameiri hér, það er meiri friður. Og það er eitthvað hér í náttúrunni sem hefur sett allt í samhengi fyrir mér, það er hærra til himins og meira rými fyrir hugsanir. Kannski er það af því að hér eru fá tré, augun rata auðveldlega hátt til himins því ekkert skyggir á og maður fylgist ekki með trjánum fella laufin – það sem þú sérð, það verður hér áfram þótt það sé stutt í dramatíkina undir yfirborðinu. Ísland hefur sett þetta tilviljanakennda í lífi mínu í samhengi við það sem er stærra,“ sagði Tina í viðtali við Sunnudagsmoggann árið 2015. 

View this post on Instagram

A post shared by BO BEDRE (@bobedredk)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál