„Hún er mjög drykkfelld og vill láta renna varlega af sér“

Það er ekki hægt að vera með of mikið af …
Það er ekki hægt að vera með of mikið af blómum ef marka má Urban Outfitters. mbl.is/Instagram

„Hún er mjög drykkfelld og vill láta renna varlega af sér,“ skrifar meðlimur í hópnum Stofublóm, inniblóm, pottablóm á Facebook þar sem umfjöllunarefnið er pottablómið heimilisfriður eða friðarlilja. Í hópnum eru alls 36.000 manns sem deila ástríðu sinni á blómum. 

Falleg inniblóm verða sífellt vinsælli þessa dagana og ef marka má herferðir hinna ýmsu fyrirtækja er ekki hægt að vera með of mikið af blómum heima. 

En hvað gerir maður við friðarlilju sem fer í fýlu og leggst á borðið?

„Hún er drykkjusjúk þessi planta.“

„Ég vökva mína nánast daglega núna.“

„Dýfðu henni duglega í volgt vatn. Láttu svo renna af henni í friði úr götunum sem eiga að vera undir pottinum. Hún er mjög drykkfelld og vill láta renna varlega af sér.

Eitt er víst að falleg blóm fást víða um landið núna. Með því að tilheyra rétta félagsskapnum á samfélagsmiðlum ættu allir að koma blómunum sínum lifandi í gegnum sumarið.

Friðarlilja er fagurgræn planta sem blómstrar hvítum blómum á löngum …
Friðarlilja er fagurgræn planta sem blómstrar hvítum blómum á löngum stöngli. Hún er sérlega vinsæl vegna lofthreinsunareiginleika sinna. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál