139 milljóna einbýli í Hollywood-hæðum Kópavogs

Húsið stendur í Hollywood-hæðum Kópavogs.
Húsið stendur í Hollywood-hæðum Kópavogs. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Í Austurkór í Kópavogi er að finna einstaklega heillandi einbýlishús. Húsið stendur innarlega í botnlanga og því mikið næði fyrir þau sem það kjósa. Úr Austurkórnum er magnað útsýni yfir höfuðborgarsvæðið enda hefur hverfið stundum verið kallað Hollywood-hæðir Kópavogs. 

Um er að ræða  252 fermetra einbýli sem var byggt árið 2017. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu og tvö baðherbergi. Húsið er einstaklega fallega innréttað en ljós grár litur prýðir bæði veggi og loft í alrýminu. 

Í eldhúsinu er svört innrétting og hvít borðplata. Blöndunartækin eru svört og sömuleiðis vaskurinn sem tónar fallega við innréttinguna og svarta Kitchenaid hrærvél á bekknum. 

Hjónaherbergið er rúmgott og fallegt með sérbaðherbergi með sturtu. Lóðin er ófrágengin en gert er ráð fyrir heitum potti á veröndinni. 

Ásett verð er 139.000.000 krónur. 

Af fasteignavef mbl.is: Austurkór 181

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is