Lifðu drauminn í Hveragerði – 91 fm raðhús í toppmálum

Ljósmyndir/Gunnlaugur Björnsson

Hefur þig alltaf dreymt um að búa vel, helst í sérbýli og hafa aðgang að krúttlegum garði? Ef svo er þá gæti þetta endaraðhús í Hveragerði verið eitthvað fyrir þig. Um er að ræða 91 fm hús á einni hæð sem byggt var 1993. 

Síðustu ár hefur húsinu verið breytt töluvert að innan. Nú eru eldhús og stofa í sameiginlegu rými og hægt að labba út í garð úr þessu rými. 

Dökk innrétting prýðir eldhúsið og eru svartar marmaraflísar á milli skápa. Myndarleg eyja er í eldhúsinu og eru öll tæki frá Siemens. Þar er líka tvöfaldur ísskápur og allt til alls. 

Stofan og eldhúsið er málað í hlýjum lit úr litaspjaldi Rutar Káradóttur fyrir Sérefni. Liturinn í þessu rými heitir Via Condotti og kemur vel út. Búið er að setja klæðningu á vegginn í stofunni sem nær upp á um það bil hálfan vegginn. Þetta skapar stemningu og minnir óneitanlega á franskan klassískan stíl. 

Inn af hjónaherberginu er fataherbergi og er herbergið innréttað þannig að það er notalegt þar og töluverð stemning. Á veggnum bak við rúmið er viðarklæðning frá Woodup sem hefur notið mikilla vinsælda hérlendis. 

Af fasteignavef mbl.is: Heiðarbrún 88

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál