Tvö íslensk hús á meðal húsa ársins

Sumarhúsið við Þingvallavatn er á lista Designboom yfir flottustu einkahús …
Sumarhúsið við Þingvallavatn er á lista Designboom yfir flottustu einkahús ársins. Ljósmynd/Marinó Thorlacius

Listamannastúdíóið Hlöðuberg á Skarðströnd í Dalasýslu er á meðal þeirra húsa sem komst á lista Designboom yfir einkahús ársins 2021. 

Hlaðan hefur vakið athygli í erlendum fjölmiðlum undanfarið árið en hún var gerð upp að fullu og hýsir nú listastúdíó sem og vistarverur fyrir listamenn. 

Endurgerð hlöðunnar var í höndum arkitektastofunnar Bua studio sem er í eigu þeirra Mark Smyth, Sigrúnu Sumarliðadóttur og Giambattista Zaccariotto.

Hlöðuberg er ekki eina húsið á lista Designboom en þar má einnig finna hönnunarvilluna við Þingvallavatn sem þau Tina Dickow og Gunnar Hrafn Jónsson eiga. Arkitektastofan KRADS hannaði húsið. Smartland hefur áður fjallað um það en húsið hefur einnig prýtt forsíðu danska tímaritsins Bo Bedre. 

Hér fyrir neðan má sjá mynd af hlöðunni í Dalasýslu.

View this post on Instagram

A post shared by Studio Bua (@studio_bua)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál