Ólafía Þórunn selur útsýnisíbúðina

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er búin að setja íbúð sína á …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er búin að setja íbúð sína á sölu. mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og eiginmaður hennar Thomas Bojanowskis hafa sett íbúð sína í Urriðaholtshverfi á sölu. Íbúðin er 96 fermetrar að stærð og í henni eru tvö svefnherbergi. 

Ólafía auglýsti íbúðina á Instagram í gær og sagði íbúðina vera fullkomna fyrstu íbúð. Íbúðin er á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2017. Útgengt er á svalir frá hjónaherberginu og einnig úr stofunni.

Hjónin eru nú þegar búin að festa kaup á nýrri fasteign en Ólafía sagði frá því á Instagram að þau hefðu keypt sína drauma fasteign fyrir um ári og nú væru þau loksins komin með lyklana í hendurnar. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá þeim Ólafíu og Thomasi en fyrr á þessu ári eignuðust þau sitt fyrsta barn, soninn Maron Atlas.

Fasteignamat íbúðarinnar er 50.000.000 krónur en ásett verð er 62.500.000 krónur.

Af fasteignavef mbl.is: Holtsvegur 2.

Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
Ljósmynd/Gissur Orri Steinarsson
mbl.is