Vilborg og Helgi flutt í einbýli í Kópavogi

Vilborg Halldórsdóttir og Helgi Björnsson.
Vilborg Halldórsdóttir og Helgi Björnsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir eru flutt í Kópavog í einbýlishús sem byggt var 1965. Helgi er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar en hann gerði garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Grafík og Sssól. Hann hjálpaði landsmönnum á erfiðum tímum þegar veiran herjaði á samfélagið en í þáttunum Heima með Helga í Sjónvarpi Símans skemmti hann landsmönnum ásamt Reiðmönnum vindanna og öðrum tónlistarmönnum. Vilborg hefur verið með vinsæla sjónvarpsþætti í gegnum tíðina og farið með Íslendinga á framandi slóðir sem fararstjóri. Hún skemmti gestum með ljóðalestri í þáttunum Heima með Helga. 

Hjónin bjuggu lengi í miðbæ Reykjavíkur en nú eru þau flutt í einbýlishús í Kópavogi. Húsið er á góðum stað á Kársnesinu og er 218 fm að stærð. Hannes Kr. Davíðsson arkitekt teiknaði húsið en í kringum það er myndarlegur garður og útsýni út á sjó. 

Þótt hjónin Helgi og Vilborg séu nýlega flutt í húsið þá festu þau kaup á því 2017 en það er skráð á félagið Sunnubraut ehf. sem er í eigu Helga.

mbl.is