Eiríkur Már selur 218 fm glæsihýsi

Eiríkur Már Guðleifsson, fjármálastjóri og ráðgjafi hjá Hvíta Húsinu.
Eiríkur Már Guðleifsson, fjármálastjóri og ráðgjafi hjá Hvíta Húsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eiríkur Már Guðleifsson, fjármálastjóri og ráðgjafi hjá Hvíta húsinu, og óperusöngkonan Fjóla Kristín Nikulásdóttir hafa sett glæsilega eign sína við Birtingakvísl í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 218 fm parhús sem hefur verið innréttað á afar smekklegan máta. 

Eignin er skemmtilega upp sett á fjórum pöllum, en gengið er inn á fyrstu hæð hússins. Frá forstofu liggur gangur með fallegu stafaparketi að stiga upp á næsta pall þar sem falleg stofa, borðstofa og eldhús eru samliggjandi í björtu rými. 

Í stofunni er stílhreinn sófi og fallegir ofnir stólar, en síðir gluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið. Þá gefa skemmtilegar plöntur mikla hlýju og sjarma. Frá stofu er útgengt á glæsilega verönd til suðurs með skjólveggjum í allar áttir. 

Í eldhúsinu er snyrtileg hvít innrétting og fallegar mattar „subway-flísar“ sem eru tímalausar og klassískar. Þá fá fallegar myndir, meðal annars eftir listamanninn Dieter Roth, að njóta sín á veggjum hússins. 

Alls eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu, en fallegur grænn litur prýðir herbergin á efsta palli hússins og gefur þeim notalega stemningu. Á stærra baðherberginu eru bæði baðkar og sturtuklefi, en á fyrstu hæð hússins er snyrtileg flísalögð snyrting. 

Af fasteignavef mbl.is: Birtingakvísl 13

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál