Breyttu atvinnuhúsnæði í geggjaða íbúð

Eignin hefur verið innréttuð á afar fallegan máta og augljóst …
Eignin hefur verið innréttuð á afar fallegan máta og augljóst að hver húsmunur hafi verið valinn af kostgæfni. Samsett mynd

Við Bjarkarholt í Mosfellsbæ er að finna 118 fm atvinnuhúsnæði sem breytt hefur verið í sjarmerandi heimili í iðnaðarstíl. 

Gengið er inn í alrými sem hefur að geyma opna og bjarta stofu, eldhús og borðstofu. Stórir gluggar og góð lofthæð einkenna eignina þar sem falleg litapalletta flæðir í gegn. Mýkri og ljósari tónar í bland við kaldari og dekkri tóna mynda skemmtilegar andstæður í rýminu. 

Kalkmálaðir veggir fanga augað 

Fallegir húsmunir prýða eignina þar sem mismunandi áferð, eins og lakkað gólf, kalkmálaðir veggir og viður, gefa henni sterkan svip. 

Eignin státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Þar af er rúmgott 20 fm svefnherbergi með fataherbergi sem hefur verið útfært á skemmtilegan máta. Mýkri tónar einkenna svefnherbergið þar sem dökkur kalkmálaður veggur setur punktinn yfir i-ið. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Bjarkarholt 10

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál