Svona er heima hjá Höllu Báru og Gunnari

Halla Bára Gestsdóttir híbýlafræðingur og húsahvíslari býr ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Sverrissyni ljósmyndara, og dætrum þeirra tveimur í dásamlegri íbúð í miðbænum. Halla Bára og Gunnar hafa búið og unnið saman síðan þau hnutu hvort um annað á dagblaðinu Degi á Akureyri fyrir fjölmörgum árum. 

Hjónin hafa gefið út fjölmargar bækur en nýjasta bókin þeirra, Heimili, var að koma út. Í henni heimsækja þau áhugaverð íslensk heimili.

„Við höfum mjög gaman af því að mála og leika okkur með málningu. Eins og frammi  eins og þið eigið eftir að sjá  máluðum við 30 cm rönd upp á vegginn og okkur langaði alltaf að setja gyllta rönd. Við ákváðum að gera það núna og við erum mjög ánægð með það,“ segir Halla Bára.

mbl.is