Jólagjafir handa þeim heittelskaða

Kallinn þarf líka að fá fína gjöf.
Kallinn þarf líka að fá fína gjöf. Getty Images

það getur reynst erfitt að finna fallega gjöf fyrir manninn í lífinu. Það er þó alger óþarfi að gefast upp, enda eru verslanir á landinu stútfullar af glæsilegu góssi sem hvaða gæi sem er ætti að vera ánægður með.

Íslendingar eru mikil bókaþjóð. Það er fátt notalegra en að …
Íslendingar eru mikil bókaþjóð. Það er fátt notalegra en að hjúfra sig undir sæng, eftir að hafa troðið sig út af góðgæti, og lesa góða bók. Ragnar Jónasson hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem einn besti rithöfundur þjóðarinnar og hefur nýjasta skáldsaga hans, Mistur, hlotið frábæra dóma. Forlagið, 5.990 kr.
Pressukanna er tilvalin gjöf fyrir kaffikallinn. Theo-línan frá Stelton er …
Pressukanna er tilvalin gjöf fyrir kaffikallinn. Theo-línan frá Stelton er falleg og stílhrein, en pressukannan er hönnuð af Francis Cayouette. Kúnígúnd, 11.490 kr.
Margir karlmenn eru tregir til að notast við skartgripi, en …
Margir karlmenn eru tregir til að notast við skartgripi, en vilja þó glaðir skarta fallegu úri. Eigulegt úr frá Hugo Boss er góð gjöf. Michelsen, 31.800 kr.
Kuldaboli fer ekki manngreinarálit og bítur hraustustu karlmenn, jafnt sem …
Kuldaboli fer ekki manngreinarálit og bítur hraustustu karlmenn, jafnt sem konur og börn. Það er því nauðsynlegt að eiga góða húfu og trefil. Húfur og trefla frá Samsøe & Samsøe má fá í fjölmörgum litum, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. GK Reykjavík, Húfa 5.995 kr og trefill 10.995 kr.
Allir ættu að eiga eins og eitt gott belti. Þumalputtareglan …
Allir ættu að eiga eins og eitt gott belti. Þumalputtareglan er sú að þegar belti er valið ætti það að vera í sama lit og skórnir. Þessi belti koma bæði í brúnu og svörtu. Húrra Reykjavík, 14.995 kr.
Vandaðir leðurhanskar setja punktinn yfir i-ið. Hanskarnir eru handsaumaðir og …
Vandaðir leðurhanskar setja punktinn yfir i-ið. Hanskarnir eru handsaumaðir og gerðir úr handlituðu lambaskinni frá Yemen. Fóðrið er úr 100% kasmír. Suitup Reykjavík, 14.995 kr.
Þegar maður býr á Íslandi er nauðsynlegt að eiga góða …
Þegar maður býr á Íslandi er nauðsynlegt að eiga góða úlpu. Zo On, 36.990 kr.
Karlmönnum getur orðið kalt á tásunum eins og öðrum. Ullarsokkar …
Karlmönnum getur orðið kalt á tásunum eins og öðrum. Ullarsokkar frá Farmers Market kippa því í liðinn. Farmers & Friends, 2.600 kr.
Góð steik er flestum karlmönnum að skapi. Eftir að sous …
Góð steik er flestum karlmönnum að skapi. Eftir að sous vide tæknin fór að ryðja sér til rúms hefur aldrei verið auðveldara að matreiða hina fullkomnu steik. Með Anova sous vide-tækinu má hægelda mat með mikilli nákvæmni. Hægt er að stilla hitann á tækinu sjálfu, eða nota smáforrit sem tengist í gegnum Bluetooth eða WiFi. Elko, 23.995 kr.
Viskí-karafla er íburðarmikil gjöf fyrir þá sem kunna gott að …
Viskí-karafla er íburðarmikil gjöf fyrir þá sem kunna gott að meta. Ekki skemmir svo ef glös í stíl fylgja með. Módern, karafla, 30.990 kr.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »