Ljósmynd er alltaf gulls ígildi

Ljósmynd af Cate Blanchett tekin í Studio Harcourt í París.
Ljósmynd af Cate Blanchett tekin í Studio Harcourt í París. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Eigum við góðar ljósmyndir af þeim sem við elskum mest? Þessari spurningu er áhugavert að velta fyrir sér út frá mörgum sjónarhornum. Að eiga góða ljósmynd er gulls ígildi sama hvernig litið er á það. 

Margir fara í gegnum lífið og setja fókusinn á aðra. Þetta er vanalega hjartahlýtt, einstakt fólk sem er þá bak við ljósmyndavélina að mynda aðra, í eldhúsinu eða að sinna tilfallandi verkefnum sem enginn annar stígur inn í að gera.

Margoft hefur það komið fyrir að þegar stór persóna gædd þessum eiginleikum kveður lífið, eiga aðstandendur í erfiðleikum með að finna góða mynd af viðkomandi. 

Ein af dýrmætasta gjöfin fyrir samfélagið í dag er að fjárfesta í góðri ljósmynd af þeim sem maður elskar. Hvort heldur sem er foreldrar, við sjálf,  börnin okkar, vinir eða ættingjar. 

Ljósmynd sem lifir um ókomna tíð. Ef til vill ljósmynd í anda Studio Harcourt ljósmyndanna. 

Studio Harcourt var stofnað í Frakklandi á fyrri hluta síðustu aldar og þótti engin stjarna í Hollywood nema að eiga ljósmynd af sér frá þeim. Seinna var það efri millistéttin sem sótti í það að láta taka ljósmyndir af sér í þeirra stíl. En hin síðari ár hafa hverjir þeir sem vilja getað fjárfest í góðri mynd á þessum stað í París. 

Sjón er sögu ríkari. En ekki gleyma að mynda þá sem eru vanalega að stússast fyrir aðra um jólin. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál