Fullkomið fyrir þá sem eru einhleypir

Nanna Rögnvaldardóttir.
Nanna Rögnvaldardóttir. mbl.is/aðsend mynd

Þegar Nanna Rögnvaldardóttir vann í nýju bókinni sinni talaði hún við fólk sem býr eitt og spurði hvernig uppskriftir því þætti helst vanta. „Ýmsir nefndu eftirrétti. Svo að hér eru nokkrir eftirréttir fyrir einn sem er þó auðvitað ekkert mál að stækka.

Í þeim er enginn sykur, síróp, hunang eða neitt slíkt en ég nota döðlur sem vissulega eru sætar eða svolitla sykurlausa sultu til að sæta réttina, auk berja.“

Hnetukaka með berjum

40 g pekan- og/eða valhnetur

2 tsk. smjör

1 tsk. sulta, sykurlaus

rjómi

ber

Aðferð Saxaðu eða malaðu hneturnar gróft. Bræddu smjörið á lítilli pönnu og ristaðu hneturnar létt við meðalhita en gættu þess að þær brenni ekki. Taktu svo pönnuna af hitanum, hrærðu sultunni saman við, settu hringform á disk, helltu blöndunni í það og láttu kólna alveg. Fjarlægðu formið, stífþeyttu dálítinn rjóma og settu ofan á og skreyttu ríkulega með berjum.

Súkkulaðivöfflusamlokur

1 egg, meðalstórt

1 msk. mjólk

3 msk. hveiti, sléttfullar

¼ tsk. lyftiduft

1 tsk. kakóduft

salt á hnífsoddi

1/8 tsk. vanilludropar

1 msk. smjör

Fylling:

½ dós sýrður rjómi, helst 36%, eða þeyttur rjómi

1-2 tsk. sulta, sykurlaus, eða Sukrin eftir smekk

lófafylli af bláberjum

ef til vill nokkrar pistasíuhnetur.

Aðferð Þeyttu saman egg og mjólk og hrærðu svo hveiti, lyftidufti, kakódufti, salti og vanillu saman við.

Hitaðu vöfflujárnið, bræddu smjörið og hrærðu því saman við soppuna. Helltu soppunni á járnið, steiktu vöffluna við meðalhita og láttu hana kólna. Hrærðu á meðan saman rjóma og sultu eða Sukrin og blandaðu mestöllum bláberjunum saman við. Skiptu blöndunni á tvö vöffluhjörtu en skildu smávegis eftir. Leggðu annað hjarta ofan á, settu afganginn af fyllingunni á miðjuna og skreyttu með afganginum af berjunum, ef til vill ásamt nokkrum pistasíum.

Mascarpone-súkkulaðilakkrísbúðingur

40 g döðlur, steinhreinsaðar

125 g mascarpone-ostur

1 eggjarauða

1 tsk. kakóduft

¼ tsk lakkrís

Aðferð Saxaðu döðlurnar smátt og maukaðu þær í matvinnsluvél eða blandara með mascarpone-osti og eggjarauðu. Þeyttu kakóduft og lakkrísduft saman við. Það mega alveg vera einhverjir döðlubitar í maukinu. Settu búðinginn í ábætisskál, skreyttu hann með hverju sem hugurinn girnist (ég notaði chilikryddaðan kakóbaunamulning og þurrkuð rósablöð) og kældu vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál