Edda Björgvins bauð í partí

Vinir og velunnarar Eddu Björgvins nældu sér í Styrkleikakortin.
Vinir og velunnarar Eddu Björgvins nældu sér í Styrkleikakortin.

Edda Björgvinsdóttir og samstarfsfólk hennar tóku á móti gestum í MUN á Barónsstíg í tilefni útgáfu Styrkleikakortanna. Útgáfuhófið vakti mikla lukku og mættu yfir 100 manns sem troðfylltu litla fallega hönnunarhúsið. 

Verkefni var fjármagnað á Karolina Fund en 200 manns forpöntuðu kortin þar. Edda Björgvinsdóttir fékk hugmyndina að mannræktarkortunum þegar hún stundaði nám í jákvæðri sálfræði við Háskóla Íslands. Þar var mikið unnið með styrkleika og styrkleikakort en þau voru öll á ensku. 

Þórunn Hannesdóttir hannaði kortin og Gísli Rúnar Jónsson textasmiður sá um að íslenska öll hugtök á Styrkleikakortunum. Dóttir Eddu, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, er móður sinni til halds og traust í verkefninu og sér um allt utanumhald. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál