Stelpa breytir leikjasenunni

Margrét Sigurðardóttir er að taka sér stöðu innan leikjasenunnar um ...
Margrét Sigurðardóttir er að taka sér stöðu innan leikjasenunnar um þessar mundir. Ljósmynd/Aðsend

Það þarf sterk bein til að vera kvenfrumkvöðull og án efa sterkari bein ef þú ætlar að sigra í tölvuleikjaiðnaðinum. Margrét Sigurðardóttir annar stofnenda Mussila er að ryðja brautina með nýjum samningi við Google og Musical Futures. Hilmar Þór Birgisson er hinn stofnandi Mussila sem hefur nú 200.000 notendur víða um heiminn. Leikurinn hefur hlotið að meðaltali 5 stjörnur, bæði frá notendum App Store og Google Play og náð fyrsta sæti í sínum flokki í 17 löndum.

Í gær var haldinn sumarfögnuður fyrirtækisins Rosamosa. Ástæða samkomunnar var að fagna árangri síðustu mánaða og kynna hluthöfum og samstarfsaðilum næstu skref.

Jón Gunnar Þórðarson, Andri Snær Magnason, Kristján Kristjánsson, Margrét Helga ...
Jón Gunnar Þórðarson, Andri Snær Magnason, Kristján Kristjánsson, Margrét Helga Erlingsdóttir, Þórunn R. Þórarinssdóttir Ljósmynd/Aðsend

Leikurinn hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og hefur m.a. verið valinn á lista yfir bestu leiki ársins 2017 á vefsíðunni Teachers with apps. Nordic Startup gaf Margréti Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Rosamosa, nafnbótina frumkvöðull ársins árið 2017 og samtökin Global women innovators and inventors network veittu henni platínuverðlaun á sviði menntunar og rannsókna.

Daði tónlistarmaður á samkonu Rosamosa í gær.
Daði tónlistarmaður á samkonu Rosamosa í gær. Ljósmynd/Aðsend

Tækniþróunarsjóður Íslands veitti fyrirtækinu á dögunum vaxtarstyrk fyrir verkefnið Mussila-skólinn, styrkurinn gefur fyrirtækinu svigrúm til þess að vinna að næstu skrefum sem eru bæði spennandi og krefjandi. 

Hvernig er að vera kona að setja á laggirnar tölvuleikjafyrirtæki?

„Ég var satt að segja ekkert að spá í það þegar ég stofnaði fyrirtækið - var bara drifin af áhuga á því sem ég var að gera, hafði í raun lítið spilað tölvuleiki en sá þarna leið til að leysa vandamál í tónlistarkennslu - þar sem komið er til móts við þarfir og menningarheim nútímabarna og tæknin nýtt til góðs.

Svo áttaði ég mig á því bara löngu síðar að ég var ein af örfáum konum sem höfðu tekið þetta skref og á tímabili var ég sú eina á landinu sem stýrði fyrirtæki sem var eingöngu í tölvuleikjaframleiðslu. Það eru hins vegar mikil tækifæri fyrir konur á þessum markaði sem hefur verið mjög karllægur og efnistökin eftir því. Það á sem sagt eftir að gera alla tölvuleikina sem snúa að áhugamálum og hugarheimi kvenna.“

Hafa viðtökurnar verið eins og fyrir strákana?
„Já, ég hef ekki fundið neitt sérstaklega fyrir því að það hafi verið munur á viðtökunum - ef eitthvað er þá hefur það hjálpað frekar en hitt. Sérstaða er alltaf kostur.“
Hverju þakkar þú velgengni Mussila?
„Það er annars vegar tímasetningin - en það er mjög mikill vöxtur á sviði fræðandi tölvuleikja þessa dagana - og hins vegar það að ég er með frábært framleiðsluteymi og við vöndum okkur við allt. Þar að auki hafa þróunarstyrkir Tækniþróunarsjóðs og framlag fjárfesta gert okkur kleift að framleiða mikið, þróa og verða þannig alltaf og mjög hratt betri og betri og leikirnir eru núna frá þessu litla teymi orðnir alveg sambærilegir við það besta á markaði.
En það mikilvægasta kannski er að við erum með mikilvægt markmið sem snertir flesta og það er að breiða út boðskap tónlistarinnar, gera öllum kleift að læra að tónlist - og ég held að flestir finni mjög sterkan samhljóm með þessu. Tónlistin bætir heiminn og okkur sjálf, það er eitthvað sem allir vilja og tengja við.“
Hilmar Þór Birgisson annar stofnenda Rosamosa ehf
Hilmar Þór Birgisson annar stofnenda Rosamosa ehf Ljósmynd/Aðsend

Mussila skólinn

Fyrirtækið Rosamosi og samtökin Musical Futures gerðu á dögunum samstarfssamning. Musical Futures eru samtök kennara sem nýta tónlistarkennslu í námi og gengur út á endurmenntun kennara sem þeir nýta sér nýjustu kennsluaðferðirnar hverju sinni. Musical Futures ætlar að þróa kennsluaðferðir fyrir kennara og foreldra í samstarfi við Rosamosa til að kenna börnum tónfræði í gegnum smáforritið Mussila. Þann 29. júní mun Anna Gower frá Musical Futures kynna verkefnið fyrir 150 kennurum í Ástralíu. Í kjölfarið verða haldin kennslu-námskeið í Ástralíu og víðar í Asíu fyrir áramót.

Google-fjölskyldurýmið

Í vikunni tilkynnti Google að Mussila hefði verið valið til að vera kynnt í sérstöku fjölskyldurými (Family Link) sem Google var að opna. Fjölskyldurýmið er öruggt svæði fyrir börn til þess að vafra á netinu, foreldrar geta fylgst með vefnotkun barna sinna og þar er lögð sérstök áhersla á að efnið sem þar er í boði sé bæði fjölskylduvænt og fræðandi. Mussila-leikurinn er þar efstur á síðunni og Google mælir sérstaklega með leiknum fyrir foreldra til að kynna börnunum sínum. Fjölskyldurýmið hjá Google er í boði í 33 löndum, því miður er Ísland ekki þar á meðal.

Svanlaug Jóhannesdóttir, Jón Gunnar Þórðarson, Margrét Sigurðardóttir, Hilmar Þór Birgisson, ...
Svanlaug Jóhannesdóttir, Jón Gunnar Þórðarson, Margrét Sigurðardóttir, Hilmar Þór Birgisson, Ægir Örn Ingvason, Snorri Siemson Ljósmynd/Aðsend

Það er því ljóst að það eru spennandi tímar framundan hjá Margéti og félögum í Rosamosa.

Notendur Mussila eru á öllum aldri.
Notendur Mussila eru á öllum aldri. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

17:00 „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

13:00 Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

09:44 Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

05:00 Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

Í gær, 22:00 Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

í gær Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

í gær Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

í gær „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

í gær Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

í gær Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

í gær Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

í gær Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

í fyrradag Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

18.2. Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

18.2. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

18.2. Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

18.2. Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

18.2. Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

18.2. Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

17.2. „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »