Stelpa breytir leikjasenunni

Margrét Sigurðardóttir er að taka sér stöðu innan leikjasenunnar um ...
Margrét Sigurðardóttir er að taka sér stöðu innan leikjasenunnar um þessar mundir. Ljósmynd/Aðsend

Það þarf sterk bein til að vera kvenfrumkvöðull og án efa sterkari bein ef þú ætlar að sigra í tölvuleikjaiðnaðinum. Margrét Sigurðardóttir annar stofnenda Mussila er að ryðja brautina með nýjum samningi við Google og Musical Futures. Hilmar Þór Birgisson er hinn stofnandi Mussila sem hefur nú 200.000 notendur víða um heiminn. Leikurinn hefur hlotið að meðaltali 5 stjörnur, bæði frá notendum App Store og Google Play og náð fyrsta sæti í sínum flokki í 17 löndum.

Í gær var haldinn sumarfögnuður fyrirtækisins Rosamosa. Ástæða samkomunnar var að fagna árangri síðustu mánaða og kynna hluthöfum og samstarfsaðilum næstu skref.

Jón Gunnar Þórðarson, Andri Snær Magnason, Kristján Kristjánsson, Margrét Helga ...
Jón Gunnar Þórðarson, Andri Snær Magnason, Kristján Kristjánsson, Margrét Helga Erlingsdóttir, Þórunn R. Þórarinssdóttir Ljósmynd/Aðsend

Leikurinn hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og hefur m.a. verið valinn á lista yfir bestu leiki ársins 2017 á vefsíðunni Teachers with apps. Nordic Startup gaf Margréti Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Rosamosa, nafnbótina frumkvöðull ársins árið 2017 og samtökin Global women innovators and inventors network veittu henni platínuverðlaun á sviði menntunar og rannsókna.

Daði tónlistarmaður á samkonu Rosamosa í gær.
Daði tónlistarmaður á samkonu Rosamosa í gær. Ljósmynd/Aðsend

Tækniþróunarsjóður Íslands veitti fyrirtækinu á dögunum vaxtarstyrk fyrir verkefnið Mussila-skólinn, styrkurinn gefur fyrirtækinu svigrúm til þess að vinna að næstu skrefum sem eru bæði spennandi og krefjandi. 

Hvernig er að vera kona að setja á laggirnar tölvuleikjafyrirtæki?

„Ég var satt að segja ekkert að spá í það þegar ég stofnaði fyrirtækið - var bara drifin af áhuga á því sem ég var að gera, hafði í raun lítið spilað tölvuleiki en sá þarna leið til að leysa vandamál í tónlistarkennslu - þar sem komið er til móts við þarfir og menningarheim nútímabarna og tæknin nýtt til góðs.

Svo áttaði ég mig á því bara löngu síðar að ég var ein af örfáum konum sem höfðu tekið þetta skref og á tímabili var ég sú eina á landinu sem stýrði fyrirtæki sem var eingöngu í tölvuleikjaframleiðslu. Það eru hins vegar mikil tækifæri fyrir konur á þessum markaði sem hefur verið mjög karllægur og efnistökin eftir því. Það á sem sagt eftir að gera alla tölvuleikina sem snúa að áhugamálum og hugarheimi kvenna.“

Hafa viðtökurnar verið eins og fyrir strákana?
„Já, ég hef ekki fundið neitt sérstaklega fyrir því að það hafi verið munur á viðtökunum - ef eitthvað er þá hefur það hjálpað frekar en hitt. Sérstaða er alltaf kostur.“
Hverju þakkar þú velgengni Mussila?
„Það er annars vegar tímasetningin - en það er mjög mikill vöxtur á sviði fræðandi tölvuleikja þessa dagana - og hins vegar það að ég er með frábært framleiðsluteymi og við vöndum okkur við allt. Þar að auki hafa þróunarstyrkir Tækniþróunarsjóðs og framlag fjárfesta gert okkur kleift að framleiða mikið, þróa og verða þannig alltaf og mjög hratt betri og betri og leikirnir eru núna frá þessu litla teymi orðnir alveg sambærilegir við það besta á markaði.
En það mikilvægasta kannski er að við erum með mikilvægt markmið sem snertir flesta og það er að breiða út boðskap tónlistarinnar, gera öllum kleift að læra að tónlist - og ég held að flestir finni mjög sterkan samhljóm með þessu. Tónlistin bætir heiminn og okkur sjálf, það er eitthvað sem allir vilja og tengja við.“
Hilmar Þór Birgisson annar stofnenda Rosamosa ehf
Hilmar Þór Birgisson annar stofnenda Rosamosa ehf Ljósmynd/Aðsend

Mussila skólinn

Fyrirtækið Rosamosi og samtökin Musical Futures gerðu á dögunum samstarfssamning. Musical Futures eru samtök kennara sem nýta tónlistarkennslu í námi og gengur út á endurmenntun kennara sem þeir nýta sér nýjustu kennsluaðferðirnar hverju sinni. Musical Futures ætlar að þróa kennsluaðferðir fyrir kennara og foreldra í samstarfi við Rosamosa til að kenna börnum tónfræði í gegnum smáforritið Mussila. Þann 29. júní mun Anna Gower frá Musical Futures kynna verkefnið fyrir 150 kennurum í Ástralíu. Í kjölfarið verða haldin kennslu-námskeið í Ástralíu og víðar í Asíu fyrir áramót.

Google-fjölskyldurýmið

Í vikunni tilkynnti Google að Mussila hefði verið valið til að vera kynnt í sérstöku fjölskyldurými (Family Link) sem Google var að opna. Fjölskyldurýmið er öruggt svæði fyrir börn til þess að vafra á netinu, foreldrar geta fylgst með vefnotkun barna sinna og þar er lögð sérstök áhersla á að efnið sem þar er í boði sé bæði fjölskylduvænt og fræðandi. Mussila-leikurinn er þar efstur á síðunni og Google mælir sérstaklega með leiknum fyrir foreldra til að kynna börnunum sínum. Fjölskyldurýmið hjá Google er í boði í 33 löndum, því miður er Ísland ekki þar á meðal.

Svanlaug Jóhannesdóttir, Jón Gunnar Þórðarson, Margrét Sigurðardóttir, Hilmar Þór Birgisson, ...
Svanlaug Jóhannesdóttir, Jón Gunnar Þórðarson, Margrét Sigurðardóttir, Hilmar Þór Birgisson, Ægir Örn Ingvason, Snorri Siemson Ljósmynd/Aðsend

Það er því ljóst að það eru spennandi tímar framundan hjá Margéti og félögum í Rosamosa.

Notendur Mussila eru á öllum aldri.
Notendur Mussila eru á öllum aldri. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Heldur við tvöfalt eldri mann

12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

09:00 Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

05:30 Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

Í gær, 23:00 „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

Í gær, 19:00 Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

Í gær, 14:29 Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í gær Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

í gær „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

í gær Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

í fyrradag Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

í fyrradag Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

í fyrradag Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

í fyrradag Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

14.11. Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

14.11. „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

14.11. Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

14.11. „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »