Stelpa breytir leikjasenunni

Margrét Sigurðardóttir er að taka sér stöðu innan leikjasenunnar um ...
Margrét Sigurðardóttir er að taka sér stöðu innan leikjasenunnar um þessar mundir. Ljósmynd/Aðsend

Það þarf sterk bein til að vera kvenfrumkvöðull og án efa sterkari bein ef þú ætlar að sigra í tölvuleikjaiðnaðinum. Margrét Sigurðardóttir annar stofnenda Mussila er að ryðja brautina með nýjum samningi við Google og Musical Futures. Hilmar Þór Birgisson er hinn stofnandi Mussila sem hefur nú 200.000 notendur víða um heiminn. Leikurinn hefur hlotið að meðaltali 5 stjörnur, bæði frá notendum App Store og Google Play og náð fyrsta sæti í sínum flokki í 17 löndum.

Í gær var haldinn sumarfögnuður fyrirtækisins Rosamosa. Ástæða samkomunnar var að fagna árangri síðustu mánaða og kynna hluthöfum og samstarfsaðilum næstu skref.

Jón Gunnar Þórðarson, Andri Snær Magnason, Kristján Kristjánsson, Margrét Helga ...
Jón Gunnar Þórðarson, Andri Snær Magnason, Kristján Kristjánsson, Margrét Helga Erlingsdóttir, Þórunn R. Þórarinssdóttir Ljósmynd/Aðsend

Leikurinn hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og hefur m.a. verið valinn á lista yfir bestu leiki ársins 2017 á vefsíðunni Teachers with apps. Nordic Startup gaf Margréti Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Rosamosa, nafnbótina frumkvöðull ársins árið 2017 og samtökin Global women innovators and inventors network veittu henni platínuverðlaun á sviði menntunar og rannsókna.

Daði tónlistarmaður á samkonu Rosamosa í gær.
Daði tónlistarmaður á samkonu Rosamosa í gær. Ljósmynd/Aðsend

Tækniþróunarsjóður Íslands veitti fyrirtækinu á dögunum vaxtarstyrk fyrir verkefnið Mussila-skólinn, styrkurinn gefur fyrirtækinu svigrúm til þess að vinna að næstu skrefum sem eru bæði spennandi og krefjandi. 

Hvernig er að vera kona að setja á laggirnar tölvuleikjafyrirtæki?

„Ég var satt að segja ekkert að spá í það þegar ég stofnaði fyrirtækið - var bara drifin af áhuga á því sem ég var að gera, hafði í raun lítið spilað tölvuleiki en sá þarna leið til að leysa vandamál í tónlistarkennslu - þar sem komið er til móts við þarfir og menningarheim nútímabarna og tæknin nýtt til góðs.

Svo áttaði ég mig á því bara löngu síðar að ég var ein af örfáum konum sem höfðu tekið þetta skref og á tímabili var ég sú eina á landinu sem stýrði fyrirtæki sem var eingöngu í tölvuleikjaframleiðslu. Það eru hins vegar mikil tækifæri fyrir konur á þessum markaði sem hefur verið mjög karllægur og efnistökin eftir því. Það á sem sagt eftir að gera alla tölvuleikina sem snúa að áhugamálum og hugarheimi kvenna.“

Hafa viðtökurnar verið eins og fyrir strákana?
„Já, ég hef ekki fundið neitt sérstaklega fyrir því að það hafi verið munur á viðtökunum - ef eitthvað er þá hefur það hjálpað frekar en hitt. Sérstaða er alltaf kostur.“
Hverju þakkar þú velgengni Mussila?
„Það er annars vegar tímasetningin - en það er mjög mikill vöxtur á sviði fræðandi tölvuleikja þessa dagana - og hins vegar það að ég er með frábært framleiðsluteymi og við vöndum okkur við allt. Þar að auki hafa þróunarstyrkir Tækniþróunarsjóðs og framlag fjárfesta gert okkur kleift að framleiða mikið, þróa og verða þannig alltaf og mjög hratt betri og betri og leikirnir eru núna frá þessu litla teymi orðnir alveg sambærilegir við það besta á markaði.
En það mikilvægasta kannski er að við erum með mikilvægt markmið sem snertir flesta og það er að breiða út boðskap tónlistarinnar, gera öllum kleift að læra að tónlist - og ég held að flestir finni mjög sterkan samhljóm með þessu. Tónlistin bætir heiminn og okkur sjálf, það er eitthvað sem allir vilja og tengja við.“
Hilmar Þór Birgisson annar stofnenda Rosamosa ehf
Hilmar Þór Birgisson annar stofnenda Rosamosa ehf Ljósmynd/Aðsend

Mussila skólinn

Fyrirtækið Rosamosi og samtökin Musical Futures gerðu á dögunum samstarfssamning. Musical Futures eru samtök kennara sem nýta tónlistarkennslu í námi og gengur út á endurmenntun kennara sem þeir nýta sér nýjustu kennsluaðferðirnar hverju sinni. Musical Futures ætlar að þróa kennsluaðferðir fyrir kennara og foreldra í samstarfi við Rosamosa til að kenna börnum tónfræði í gegnum smáforritið Mussila. Þann 29. júní mun Anna Gower frá Musical Futures kynna verkefnið fyrir 150 kennurum í Ástralíu. Í kjölfarið verða haldin kennslu-námskeið í Ástralíu og víðar í Asíu fyrir áramót.

Google-fjölskyldurýmið

Í vikunni tilkynnti Google að Mussila hefði verið valið til að vera kynnt í sérstöku fjölskyldurými (Family Link) sem Google var að opna. Fjölskyldurýmið er öruggt svæði fyrir börn til þess að vafra á netinu, foreldrar geta fylgst með vefnotkun barna sinna og þar er lögð sérstök áhersla á að efnið sem þar er í boði sé bæði fjölskylduvænt og fræðandi. Mussila-leikurinn er þar efstur á síðunni og Google mælir sérstaklega með leiknum fyrir foreldra til að kynna börnunum sínum. Fjölskyldurýmið hjá Google er í boði í 33 löndum, því miður er Ísland ekki þar á meðal.

Svanlaug Jóhannesdóttir, Jón Gunnar Þórðarson, Margrét Sigurðardóttir, Hilmar Þór Birgisson, ...
Svanlaug Jóhannesdóttir, Jón Gunnar Þórðarson, Margrét Sigurðardóttir, Hilmar Þór Birgisson, Ægir Örn Ingvason, Snorri Siemson Ljósmynd/Aðsend

Það er því ljóst að það eru spennandi tímar framundan hjá Margéti og félögum í Rosamosa.

Notendur Mussila eru á öllum aldri.
Notendur Mussila eru á öllum aldri. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

Í gær, 21:00 Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 18:00 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

Í gær, 15:00 Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

Í gær, 12:00 Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

Í gær, 08:53 Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

í fyrradag Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

í fyrradag Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

í fyrradag Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

í fyrradag „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

í fyrradag Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

18.9. Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »