Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

Anna Lea Friðriksdóttir hjá Sölku, Anna Margrét Björnsson, Laufey Jónsdóttir ...
Anna Lea Friðriksdóttir hjá Sölku, Anna Margrét Björnsson, Laufey Jónsdóttir og Dögg Hjaltalín hjá Sölku með eintök af nýju barnabókinni á Hlemmur Square. Ljósmynd/ Hag

Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Fjölfræðingurinn Palli Banine var DJ kvöldsins og spilaði dularfulla og ævintýralega tóna. Alkemistinn JARA steig á svið og lék nokkur lög.
 
Milli svefns og Vöku fjallar um hina myrkfælnu Vöku og samband hennar við dularfulla veru sem birtist á heimili hennar en enginn annar sér. Veran kemur í heimsókn á nóttunni og í fyrstu er Vaka skelkuð. Í gegnum söguna fer þó smám saman að renna upp fyrir henni að það er ekki allt slæmt sem tengist myrkrinu og hægt og bítandi sigrast hún á myrkfælninni. Hugmyndin að bókinni á sér rætur í raunveruleikanum en dóttir Önnu Margrétar sakaði oft „leynigest“ á heimili fjölskyldunnar um alls kyns dularfulla hluti sem hún sjálf kannaðist ekki við að hafa gert.
 
Anna Margrét og Laufey hafa ætíð verið heillaðar af barnabókum og ævintýralegum sögum sem vekja börn og fullorðna til umhugsunar, og geta jafnvel verið dálítið ógnvekjandi líkt og sígildu ævintýrin. Innblástur bókarinnar var sóttur til barnabóka sjötta, sjöunda og áttunda áratugarins og útlit bókarinnar sækir fagurfræði sína að vissu leyti þangað líka.

Í sköpunarferlinu leituðust Anna Margrét og Laufey eftir að texti og myndmál ynnu saman að framgangi sögunnar og að myndirnar myndu draga fram þræði úr sögunni og segja hana á annan eða stundum óvæntan hátt og þar með ýta undir ímyndunarafl barna sem lesa hana.

Bókin er í senn fögur, spennandi, fyndin og dálítið ógnvekjandi þótt allt fari vel að lokum. Hún hentar vel fyrir börn á aldrinum 6-10 ára en mun vonandi höfða til allra aldurshópa.

Höfundar bókarinnar þær Anna Margrét Björnsson blaðamaður og Laufey Jónsdóttir ...
Höfundar bókarinnar þær Anna Margrét Björnsson blaðamaður og Laufey Jónsdóttir hönnuður eru hér ásamt Kristjáni Þór Árnasyni yfirhönnuði á mbl.is. Ljósmynd/Hag
Anna Margrét Björnsson með unnusta sínum Jóni Ólafi Stefánssyni.
Anna Margrét Björnsson með unnusta sínum Jóni Ólafi Stefánssyni. Ljósmynd/hag
Anna Lea Friðriksdóttir og Laufey Jónsdóttir.
Anna Lea Friðriksdóttir og Laufey Jónsdóttir. Ljósmynd/Hag
Heiða Jónsdóttir og Dimma Dagbjartsdóttir
Heiða Jónsdóttir og Dimma Dagbjartsdóttir Ljósmynd/Hag
Kristinn Þorleifsson virðir fyrir sér plaköt af teikningum úr bókinni.
Kristinn Þorleifsson virðir fyrir sér plaköt af teikningum úr bókinni. Ljósmynd/Hag
Helgi Finnur Stefánsson, Dísa Sigurðardóttir og Sóley Björk Guðmundsdóttir.
Helgi Finnur Stefánsson, Dísa Sigurðardóttir og Sóley Björk Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Hag
Anna Margrét Björnsson og frænka hennar Gígja Sara Björnsson, leikkona ...
Anna Margrét Björnsson og frænka hennar Gígja Sara Björnsson, leikkona og eigandi Kattakaffihússins. Ljósmynd/Hag
Freyr Karel Benolte, Ragnhildur Hjaltadóttir og Hilmar Hansson.
Freyr Karel Benolte, Ragnhildur Hjaltadóttir og Hilmar Hansson. LJósmynd/Hag
Laufey Jónsdóttir og Kristján Jónsson.
Laufey Jónsdóttir og Kristján Jónsson. Ljósmynd/Hag
Kristinn Þorleifsson, Hallur Már Hallsson blaðamaður á Mbl.is og Anna ...
Kristinn Þorleifsson, Hallur Már Hallsson blaðamaður á Mbl.is og Anna Margrét Björnsson. Ljósmynd/ Hag
Nói Baldvin Collard.
Nói Baldvin Collard. Ljósmynd/ Hag
Jón Ólafur Stefánsson og Páll Guðmundsson.
Jón Ólafur Stefánsson og Páll Guðmundsson. Ljósmynd/Hag
Sóley Björk Guðmundsdóttir, Hallur Már Hallsson og Kristinn Þorleifsson.
Sóley Björk Guðmundsdóttir, Hallur Már Hallsson og Kristinn Þorleifsson. Ljósmynd/Hag
Stefán Ari Stefánsson, Páll Guðmundsson, Stefán Magni Stefánsson og Ragnheiður ...
Stefán Ari Stefánsson, Páll Guðmundsson, Stefán Magni Stefánsson og Ragnheiður Axel. Ljósmynd/Hag
Dögg Hjaltalín.
Dögg Hjaltalín.
Vera Sölvadóttir, Ragnheiður Axel, Árni Sveins, Helga Björnsson fatahönnuður og ...
Vera Sölvadóttir, Ragnheiður Axel, Árni Sveins, Helga Björnsson fatahönnuður og þær Leanne Yslah Gonzales, Björt Blöndal Björnsson og Ása Georgía Þórðardóttir Björnsson, dóttir Önnu Margrétar. Ljósmynd/Hag
Það var fullt hús á Hlemmur Square á útgáfuhófinu.
Það var fullt hús á Hlemmur Square á útgáfuhófinu. Ljósmynd/Hag
Ljósmynd/Hag
Dögg Hjaltalín.
Dögg Hjaltalín. Ljósmynd/Hag
mbl.is

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

Í gær, 21:30 Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

Í gær, 18:00 Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

Í gær, 17:00 „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

Í gær, 15:00 Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

Í gær, 14:00 Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

Í gær, 10:21 Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

Í gær, 06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

í fyrradag Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

í fyrradag Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

í fyrradag Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

í fyrradag Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

í fyrradag Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

í fyrradag Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í fyrradag Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

14.1. Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

14.1. Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

14.1. Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

14.1. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

14.1. Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

14.1. Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »