Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

Anna Lea Friðriksdóttir hjá Sölku, Anna Margrét Björnsson, Laufey Jónsdóttir ...
Anna Lea Friðriksdóttir hjá Sölku, Anna Margrét Björnsson, Laufey Jónsdóttir og Dögg Hjaltalín hjá Sölku með eintök af nýju barnabókinni á Hlemmur Square. Ljósmynd/ Hag

Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Fjölfræðingurinn Palli Banine var DJ kvöldsins og spilaði dularfulla og ævintýralega tóna. Alkemistinn JARA steig á svið og lék nokkur lög.
 
Milli svefns og Vöku fjallar um hina myrkfælnu Vöku og samband hennar við dularfulla veru sem birtist á heimili hennar en enginn annar sér. Veran kemur í heimsókn á nóttunni og í fyrstu er Vaka skelkuð. Í gegnum söguna fer þó smám saman að renna upp fyrir henni að það er ekki allt slæmt sem tengist myrkrinu og hægt og bítandi sigrast hún á myrkfælninni. Hugmyndin að bókinni á sér rætur í raunveruleikanum en dóttir Önnu Margrétar sakaði oft „leynigest“ á heimili fjölskyldunnar um alls kyns dularfulla hluti sem hún sjálf kannaðist ekki við að hafa gert.
 
Anna Margrét og Laufey hafa ætíð verið heillaðar af barnabókum og ævintýralegum sögum sem vekja börn og fullorðna til umhugsunar, og geta jafnvel verið dálítið ógnvekjandi líkt og sígildu ævintýrin. Innblástur bókarinnar var sóttur til barnabóka sjötta, sjöunda og áttunda áratugarins og útlit bókarinnar sækir fagurfræði sína að vissu leyti þangað líka.

Í sköpunarferlinu leituðust Anna Margrét og Laufey eftir að texti og myndmál ynnu saman að framgangi sögunnar og að myndirnar myndu draga fram þræði úr sögunni og segja hana á annan eða stundum óvæntan hátt og þar með ýta undir ímyndunarafl barna sem lesa hana.

Bókin er í senn fögur, spennandi, fyndin og dálítið ógnvekjandi þótt allt fari vel að lokum. Hún hentar vel fyrir börn á aldrinum 6-10 ára en mun vonandi höfða til allra aldurshópa.

Höfundar bókarinnar þær Anna Margrét Björnsson blaðamaður og Laufey Jónsdóttir ...
Höfundar bókarinnar þær Anna Margrét Björnsson blaðamaður og Laufey Jónsdóttir hönnuður eru hér ásamt Kristjáni Þór Árnasyni yfirhönnuði á mbl.is. Ljósmynd/Hag
Anna Margrét Björnsson með unnusta sínum Jóni Ólafi Stefánssyni.
Anna Margrét Björnsson með unnusta sínum Jóni Ólafi Stefánssyni. Ljósmynd/hag
Anna Lea Friðriksdóttir og Laufey Jónsdóttir.
Anna Lea Friðriksdóttir og Laufey Jónsdóttir. Ljósmynd/Hag
Heiða Jónsdóttir og Dimma Dagbjartsdóttir
Heiða Jónsdóttir og Dimma Dagbjartsdóttir Ljósmynd/Hag
Kristinn Þorleifsson virðir fyrir sér plaköt af teikningum úr bókinni.
Kristinn Þorleifsson virðir fyrir sér plaköt af teikningum úr bókinni. Ljósmynd/Hag
Helgi Finnur Stefánsson, Dísa Sigurðardóttir og Sóley Björk Guðmundsdóttir.
Helgi Finnur Stefánsson, Dísa Sigurðardóttir og Sóley Björk Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Hag
Anna Margrét Björnsson og frænka hennar Gígja Sara Björnsson, leikkona ...
Anna Margrét Björnsson og frænka hennar Gígja Sara Björnsson, leikkona og eigandi Kattakaffihússins. Ljósmynd/Hag
Freyr Karel Benolte, Ragnhildur Hjaltadóttir og Hilmar Hansson.
Freyr Karel Benolte, Ragnhildur Hjaltadóttir og Hilmar Hansson. LJósmynd/Hag
Laufey Jónsdóttir og Kristján Jónsson.
Laufey Jónsdóttir og Kristján Jónsson. Ljósmynd/Hag
Kristinn Þorleifsson, Hallur Már Hallsson blaðamaður á Mbl.is og Anna ...
Kristinn Þorleifsson, Hallur Már Hallsson blaðamaður á Mbl.is og Anna Margrét Björnsson. Ljósmynd/ Hag
Nói Baldvin Collard.
Nói Baldvin Collard. Ljósmynd/ Hag
Jón Ólafur Stefánsson og Páll Guðmundsson.
Jón Ólafur Stefánsson og Páll Guðmundsson. Ljósmynd/Hag
Sóley Björk Guðmundsdóttir, Hallur Már Hallsson og Kristinn Þorleifsson.
Sóley Björk Guðmundsdóttir, Hallur Már Hallsson og Kristinn Þorleifsson. Ljósmynd/Hag
Stefán Ari Stefánsson, Páll Guðmundsson, Stefán Magni Stefánsson og Ragnheiður ...
Stefán Ari Stefánsson, Páll Guðmundsson, Stefán Magni Stefánsson og Ragnheiður Axel. Ljósmynd/Hag
Dögg Hjaltalín.
Dögg Hjaltalín.
Vera Sölvadóttir, Ragnheiður Axel, Árni Sveins, Helga Björnsson fatahönnuður og ...
Vera Sölvadóttir, Ragnheiður Axel, Árni Sveins, Helga Björnsson fatahönnuður og þær Leanne Yslah Gonzales, Björt Blöndal Björnsson og Ása Georgía Þórðardóttir Björnsson, dóttir Önnu Margrétar. Ljósmynd/Hag
Það var fullt hús á Hlemmur Square á útgáfuhófinu.
Það var fullt hús á Hlemmur Square á útgáfuhófinu. Ljósmynd/Hag
Ljósmynd/Hag
Dögg Hjaltalín.
Dögg Hjaltalín. Ljósmynd/Hag
mbl.is

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

Í gær, 16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

Í gær, 13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

Í gær, 10:00 Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

Í gær, 05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í fyrradag Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í fyrradag „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

í fyrradag Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í fyrradag „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »