Fákskonur kunna að djamma - myndir!

Hið árlega kvennakvöld Fáks var haldið á laugardaginn. Þemað í ár var sirkus og var öllu til tjaldað og fóru Fákskonur alla leið í búningunum líkt og fyrri ár. Stjórn kvennakvölds Fáks skipa Hrefna María Ómarsdóttir, Gróa Björg Baldvinsdóttir, Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir, Karen Emilía Barrysdóttir Woodrow og Sigríður Pjetursdóttir.

Margrét Erla Maack var veislustjóri en hún bauð dömunum líka upp á sirkuslistir sínar, hnífakast, blöðru-gleypingar, dans og danskennslu. Daníel mætti á svæðið og sýndi sirkuslistir sínar.

Silli kokkur bauð upp á þriggja rétta dýrindis hlaðborð. DJ Atli og Frikki Dór skemmtu svo fólki eins og þeim einum er lagið fram á nótt.

Eins og sjá má á myndunum kunna þessar hestakonur að skemmta sér! 

Ljósmyndir/Bernódus Óli Einarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál