Systurnar Eik og Ellý kunna að djamma

Systurnar Eik Gísladóttir og Ellý Ármanns kunna að skemmta sér en þær mættu í teiti á Hótel Borg sem lengi verður í minnum haft. Það var fyrirtækið dineout.is sem bauð í þetta glæsiteiti sem haldið var í Karólínusalnum. Góða veðrið laðaði að spariklædda Íslendinga sem voru í mikilli stemningu eins og sést á myndunum.

Prímusmótor fyrirtækisins er Inga Tinna Sigurðardóttir en vefurinn dineout.is hefur verið í þróun síðustu tvö ár. Vefurinn á að einfalda viðskiptavinum að velja sér veitingastað með borðbókun. Er þetta gert á einfaldan og skilvirkan hátt. Inga Tinna setti setti Icelandic Coupons á laggir fyrir fjórum árum.

Eva Ruza var veislustjóri og hélt uppi stuðinu en svo kom líka Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmars og sungu guðdómleg lög hljómsveitar sinnar Sycamore Tree.  

mbl.is