80 skvísur í góðri sveiflu

Konur fjölmenntu á REDKEN golfmótið.
Konur fjölmenntu á REDKEN golfmótið. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta opna REDKEN kvennamótið í golfi var haldið í Golfklúbbi Borgarness að Hamri síðasta föstudag. Tæplega 80 konur komu saman til að eiga glaðan dag á þessum glæsilega velli sem skartaði sínu fegursta í tilefni dagsins.

Mótið var styrkt af REDKEN - Hár ehf. heildsölu, umboðsaðila REDKEN hárvöru á Íslandi og  Salon VEH hárgreiðslustofu. Kylfingar í efstu sex sætunum fengu glæsilega hárvörupakka í verðlaun frá REDKEN auk þess fengu allir þátttakendur teiggjafir frá REDKEN.

Keppt var í tveggja manna liðum og höfðu Inga Gyða Bragadóttir og Unnur Birna Þórhallsdóttir frá nágrannaklúbbnum Vestarri í Grundarfirði sigur eftir nokkuð jafna keppni. Eftir mótið komu konurnar saman og nutu veitinga í blíðunni á Icelandair Hótel Hamri. 

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is