Bensi hennar Birgittu mætti

Benedikt Einarson og Kara Arngrímsdóttir í stuði.
Benedikt Einarson og Kara Arngrímsdóttir í stuði.

Benedikt Einarsson, eiginmaður Birgittu Haukdal og dansari með meiru, lét sig ekki vanta þegar dansskóli Jóns Péturs og Köru fagnaði 30 ára starfsafmæli með skemmtilegu teiti í höfuðstöðvum dansskólans í Síðumúla um helgina. Fjöldi gesta mætti og þar voru margir fyrrverandi og núverandi dansarar enda hafa fjölmargir Íslendingar lært dans í dansskólanum undanfarna þrjá áratugi. Að sjálfsögðu var þetta mikið danspartí og gestir skelltu sér á gólfið og dönsuðu m.a. zorba undir handleiðslu Jóns Péturs og Köru.

„Þetta var skemmtilegt afmæli og gaman að sjá marga af þeim sem við höfum kennt í gegnum tíðina. Sumir hafa farið alla leið í dansinum og náð langt og aðrir hafa lært dans einungis til að hafa gaman af. Dans er mikilvægur í mínum huga fyrir alla. Í samkvæmisdansinum er mikil nánd sem fer minnkandi með árunum en er okkur nauðsynleg. Það er líka mjög gaman í danstímunum og kemur fólki alltaf á óvart hversu góð og mikil hreyfing dansinn er,“ segir Kara. 

„Í framhaldi af farsælum 30 árum dansskólans verða nú ákveðnar breytingar. Dansskóli Jóns Péturs og Köru hefur verið með dansskólann í Reykjavík auk þess að sinna landsbyggðinni og öðrum verkefnum. Hefur skipulagið þróast þannig að ég hef sinnt skólanum hér í Reykjavík en Jón Pétur meira sinnt landsbyggðinni. Nú munum við á þessum tímamótum stíga skrefið til fulls og lýkur nú sögu Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Því hef ég ákveðið að stofna á gömlum meiði minn eigin dansskóla sem fær nafnið Dansskóli Köru og Jón Pétur sinn skóla, JPD ehf. Við hlökkum bæði til að halda áfram að kenna Íslendingum dans í nánustu framtíð enda er fátt skemmtilegra,“ segir Kara ennfremur.

Anna Gyða Gylfadóttir, Kara Arngrímsdóttir og Reynir Arngrímsson.
Anna Gyða Gylfadóttir, Kara Arngrímsdóttir og Reynir Arngrímsson.
Hópur fyrrverandi nemenda og keppenda.
Hópur fyrrverandi nemenda og keppenda.
Kara Arngrímdóttir, Gunnar Sunby Gunnarsson, P´lami Jónason og Máni Sveinn …
Kara Arngrímdóttir, Gunnar Sunby Gunnarsson, P´lami Jónason og Máni Sveinn Þorsteinsson.
Anna Gyða Gylfadóttir, Sif Guðbjartsdóttir og Kara Arngrímsdóttir.
Anna Gyða Gylfadóttir, Sif Guðbjartsdóttir og Kara Arngrímsdóttir.
Kamilla Rós Bjarnadóttir, Silja Rut Ragnarsdóttir, Maibritt Sundby og Gunnar …
Kamilla Rós Bjarnadóttir, Silja Rut Ragnarsdóttir, Maibritt Sundby og Gunnar Gunnarsson.
Laufey Karítast Einarsdóttir, Camilla Rún Jónasdóttir og Berglind Ingvarsdóttir.
Laufey Karítast Einarsdóttir, Camilla Rún Jónasdóttir og Berglind Ingvarsdóttir.
Benedikt Einarsson og Örn Ingi Björgvinsson.
Benedikt Einarsson og Örn Ingi Björgvinsson.
Sveinn Arngrímsson, Auðbjörg Arngrímsdóttir, Bryndís Baldvinsdóttir, Bára Stefnánsdóttir, Rúar Berg …
Sveinn Arngrímsson, Auðbjörg Arngrímsdóttir, Bryndís Baldvinsdóttir, Bára Stefnánsdóttir, Rúar Berg Guðleifsson og Guðleifur Guðmundsson.
Kara Arngrímsdóttir og Reynir Stefánsson.
Kara Arngrímsdóttir og Reynir Stefánsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál