Gestirnir skiptu um föt í teitinu

Saga Sigurðardóttir, Andrea Magnúsdóttir og Erna Hrund Hermannsdóttir.
Saga Sigurðardóttir, Andrea Magnúsdóttir og Erna Hrund Hermannsdóttir.

Tískuskvísurnar fjölmenntu þegar GK bauð í Rotate teiti á laugardaginn. Fjörið var svo mikið í teitinu að skvísurnar voru farnar að klæða sig upp á í nýjustu tísku frá merkinu. Merkið, sem er undirmerki Birger Christensen, var frumsýnt á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 2018. 

Merkið er innblásið af áhrifavöldunum og stílistunum Jeanette Madsen og Þóru Valdimers sem gerðu línuna í samvinnu við Birger Christinesen. 

Það sem einkennir línuna eru þessar miklu púffermar og til að skuldajafna eru kjólarnir með skarpa mittislínu. Litapallettan er djörf og dásamleg. 50 bleikir tónar í bland við svart, silfur og grátt. 

Erna Hrund Hermannsdóttir og Andrea Magnúsdóttir í kjólum frá Rotate.
Erna Hrund Hermannsdóttir og Andrea Magnúsdóttir í kjólum frá Rotate.
Tinna Bergmann Jónsdóttir og María Einarsdóttir.
Tinna Bergmann Jónsdóttir og María Einarsdóttir.
Hér er Dóra Júlía plötusnúður ásamt systur sinni.
Hér er Dóra Júlía plötusnúður ásamt systur sinni.
GDRN söng fyrir gestina.
GDRN söng fyrir gestina.
mbl.is