Eliza Reid á kröftugri kvennastund í Hörpu

Eliza Reid forsetafrú talaði um sínar áskoranir í lífi og …
Eliza Reid forsetafrú talaði um sínar áskoranir í lífi og starfi.

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, hélt Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu á fimmtudaginn þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft.

Elín Skúladóttir, formaður Krafts, setti ráðstefnuna í fjarveru Frú Vigdísar Finnbogadóttur sem forfallaðist. Vigdís skilaði góðri kveðju til allra í salnum og hvatti fólk áfram með þeim orðum sem mágur hennar hafði sagt við hana þegar hún greindist með krabbamein: „Life is tough but your are tougher.“

Lára Guðrún Jóhönnudóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir deildu því hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í sínu lífi. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein. Þar deildu þær því að þær hafa notað viljastyrk, lífskraft sinn, húmorinn og þrautseigju í kjölfar greiningar. Ragnheiður Guðmundsdóttir, skáld, las upp úr ljóðabók PTSD - ljóð með áfallastreitu og Eliza Reid, forsetafrú og frumkvöðull, lokaði kvennastundinni og talaði um þær áskoranir sem hún hefur tekist á við í lífi sínu og starfi.

Hjónin, Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, baráttukonur hinsegin fólks, sáu um skelegga fundarstjórn og við lok kvennastundarinnar buðu þær konunum á trúnó og sófaspjall þar sem fólk gat komið með spurningar úr sal.

„Kvennastundin var í alla staði mjög vel heppnuð og hefði ekki verið hægt að setja á laggirnar nema fyrir velvild góðra fyrirtækja og einstaklinga. Þessi viðburður var algjörlega í anda Krafts þar sem við leggjum ríka áherslu á að veita fólki von og styrk á erfiðum tímum og að gefa fólki trú og raunsæja mynd af því að vera í þessum sporum. Þessar konur gerðu það svo sannarlega,“ sagði Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts eftir viðburðinn.

Anna Dröfn og Lára Guðrún.
Anna Dröfn og Lára Guðrún.
Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir.
Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir.
G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý snjódrífa.
G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý snjódrífa.
Fjöldi kvenna kom saman í Hörpu í vikunni.
Fjöldi kvenna kom saman í Hörpu í vikunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál