Katrín splæsti ekki í nýja kápu

Katrín hertogaynja kaupir ekki alltaf ný föt.
Katrín hertogaynja kaupir ekki alltaf ný föt. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge fann gamla kápu í fataskápnum þegar hún valdi föt á sunnudaginn. Á sunnudaginn vottuðu Bretar föllnum hermönnum virðingu sína og klæddist því Katrín svörtu og setti upp svartan hatt. 

Katrín var í svartri sérsaumaðri kápu frá breska merkinu Alexander McQueen. Kápan er augljóslega innblásin af hermannaklæðum fyrri ára, sem var við hæfi. Hertogaynjan var einnig í kápunni árið 2018 við sama tilefni að því er fram kemur á vef Daily Mail. 

Kápan sem var gömul var alveg eins og ný.
Kápan sem var gömul var alveg eins og ný. AFP

Hatturinn var frá Tiffany og kostaði 275 pund eða um 50 þúsund íslenskar krónur. Hún var með perlueyrnalokka sem voru í eigu Díönu prinsessu.

Camilla hertogaynja af Cornwall, Katrín hertogaynja af Cambridge og Sophie …
Camilla hertogaynja af Cornwall, Katrín hertogaynja af Cambridge og Sophie greifynja af Wessex. AFP
Katrín hertogaynja lokaði augunum.
Katrín hertogaynja lokaði augunum. AFP
mbl.is