Damon Younger lét sig ekki vanta

Kristín Þorsteinsdóttir og Damon Younger.
Kristín Þorsteinsdóttir og Damon Younger.

Multis opnaði jólasýninguna „Svona gerum við“ á Hafnartorgi, Tryggvagötu 21 nýverið, þar sem gestir og gangandi litu við og skoðuðu verk eftir meðal annars Rúrí Fannberg. Á sýninguna mættu myndlistakonan Arna Gná Gunnarsdóttir og Anna Tara Edwards, sem fangaði athygli landsmanna í kvikmyndinni Þriðji Póllinn, ásamt söngvaranum Högna Egilssyni. Birna Paulina Einarsdóttir kvikmyndaframleiðandi og Valur Árnason lögfræðingur mættu á sýninguna og eru þau nýtt par. Einnig voru þar þær Arna Gerður Bang sérfræðingur á Alþingi, Soffía S. Sigureirsdóttir almannatengill, Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Ingibjörg Agnes Jónsdóttir arkitekt. 

„Myndlistarmennirnir sem við störfum með eru fjölbreyttir, sá elsti er Magnús Pálsson, landsþekktur áhrifavaldur í íslenskri myndlist sem fæddur er á þriðja áratug síðustu aldar, en yngsti listamaðurinn er fæddur árið 1990. Við hjá Multis sérhæfum okkur í útgáfu, kynningu og sölu á listaverkum samtímalistamanna og erum með sérstaka áherslu á fjölfeldi ( e multiples) sem er myndlist sem gerð er í upplagi. 

Á opnuninni í byrjun desember, vorum við með áherslu á valin listaverk sem unnin eru sem fjölfeldi eftir Rúrí Fannberg,“ segir Ásdís Spanó myndlistarkona og annar þriggja eigenda Multis.

Fram að jólum verður lifandi dagskrá í sýningarsalnum á Hafnartorgi með opnunum, bókaútgáfum og gjörningum og má nefna að 4. desember var Snorri Ásmundsson með kynningu á nýju verki og útgáfu á prentverkum og hélt hann jólatónleika við það tilefni á sinn hátt.

„Í desember verða síðan kynningar á nýjum verkum eftir listamennina Magnús Helgason, Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur og Þórdísi Erlu Zoëga. Við verðum með bókaútgáfu Jónu Hlífar Halldórsdóttur á bókverkinu Brim Hvít Sýn, einnig verður Gjörningaklúbburinn með gjörning á tímabilinu,“ segir Ásdís Spánó. 

Arna Gná Gunnarsdóttir og Anna Tara Edwards.
Arna Gná Gunnarsdóttir og Anna Tara Edwards.
Arna Gerður Bang, Guðrún Tinna Ólafsdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir.
Arna Gerður Bang, Guðrún Tinna Ólafsdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir.
Anna Tara Edwards, Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, Ásdís Spanó og Kristín …
Anna Tara Edwards, Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, Ásdís Spanó og Kristín Ásta Kristinsdóttir.
Helga Óskardóttir, Birna Paulina Einarsdóttir, Ásdís Spanó, Arna Gerður Bang, …
Helga Óskardóttir, Birna Paulina Einarsdóttir, Ásdís Spanó, Arna Gerður Bang, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Hanna Ólafsdóttir.
Gestir að skoða listaverk.
Gestir að skoða listaverk.
Ásdís Spanó og Helga Óskarsdóttir.
Ásdís Spanó og Helga Óskarsdóttir.
Ásdís Spanó, Bix Sigurðsson og Róbert Einarsson.
Ásdís Spanó, Bix Sigurðsson og Róbert Einarsson.
Kristín Þorsteinsdóttir og Damon Younger.
Kristín Þorsteinsdóttir og Damon Younger.
Listaverk á sýningu Multis.
Listaverk á sýningu Multis.
Birna Paulina Einarsdóttir og Valur Árnason.
Birna Paulina Einarsdóttir og Valur Árnason.
Kristinn G. Harðarson og Rúrí Fannberg og Guðjón Ketilsson.
Kristinn G. Harðarson og Rúrí Fannberg og Guðjón Ketilsson.
Þórdís Jóhannesdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Rúrí Fannberg og María Dalberg.
Þórdís Jóhannesdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Rúrí Fannberg og María Dalberg.
Margir velja að fara á listasýningar á jólunum.
Margir velja að fara á listasýningar á jólunum.
mbl.is