Walliams lék á als oddi í Bæjarbíói

David Walliams sýndi mikil leikræn tilþrif í Bæjarbíói.
David Walliams sýndi mikil leikræn tilþrif í Bæjarbíói. Ljósmynd/Mummi Lu

Margir lögðu leið sína í Bæjarbíó í Hafnarfirði síðastliðinn laugardag til að sjá grínistann og barnabókahöfundinn David Walliams, en hann var á Íslandi um helgina á vegum bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Walliams sat fyrir svörum en þýðandi hans Guðni Kolbeinsson spurði hann út í feril hans og bækur.

Litrík bréf aðdáenda sem vöktu hlátur

Walliams lék á als oddi og gerði óspart grín að sjálfum sér og lífi sínu. Hann birti meðal annars sýnishorn af ástarbréfum sem hann hefur fengið í gegnum tíðina þar sem honum er meðal annars tjáð hversu myndarlegur hann sé þrátt fyrir að vera feitur. Þá ákvað eitt barn að skrifa honum bréf því J.K. Rowling væri örugglega allt of upptekin til að svara, hann væri jú annar uppáhaldshöfundurinn.

Segist vera á lausu

Loks fengu börn úr sal að spyrja Walliams spurninga. Sú spurning sem vakti mestu kátínu var hvort hann væri á lausu. Spurningin kom flatt upp á Walliams en hann var þó fljótur að snúa henni upp í grín og sagðist vera í mjög farsælu og opnu sambandi við þýðanda sinn, Guðna Kolbeinsson. Loks viðurkenndi hann fyrir salnum að hann væri sannarlega á lausu en ætti barn og tvo hunda sem hann elskaði heitt.

Eftir á gátu áhugasamir hitt Walliams og fengið bækur sínar áritaðar.

David Walliams og Guðni Kolbeinsson þýðandi.
David Walliams og Guðni Kolbeinsson þýðandi. Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Krakkarnir voru ófeimnir við að spyrja Walliams ýmissa spurninga.
Krakkarnir voru ófeimnir við að spyrja Walliams ýmissa spurninga. Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Sumir fengu bókapakka að gjöf fyrir góðar spurningar.
Sumir fengu bókapakka að gjöf fyrir góðar spurningar. Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Viðburðurinn í Bæjarbíói var velsóttur og mikil ánægja ríkti meðal …
Viðburðurinn í Bæjarbíói var velsóttur og mikil ánægja ríkti meðal gesta sem flestir voru á barnsaldri. Ljósmynd/Mummi Lu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál