Jómfrúin bauð í teiti á Keflavíkurflugvelli

Jómfrúin hefur opnað á Keflavíkurflugvelli og til að fagna því …
Jómfrúin hefur opnað á Keflavíkurflugvelli og til að fagna því var slegið upp veislu. Ljósmynd/Samsett

Veitingastaðurinn Jómfrúin opnaði nýlega veitingastað á Keflavíkurflugvelli. Af því tilefni var slegið upp veislu á staðnum og því fagnað að ferðalangar geti gætt sér á dönsku smurbrauði og áður en Ísland er yfirgefið. 

„Það eru mjög spennandi tímar framundan hjá Jómfrúnni. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á rekstri á flugvellinum og það er mín skoðun að veitingastaður eins og Jómfrúin eigi mjög vel heima í þessu flugvallarumhverfi. Mér finnst það flott nálgun hjá Isavia að upplifun fólks af borginni sem það heimsækir geti teygt sig til flugvallarins. Keflavíkurflugvöllur er aðalgáttin að Íslandi en völlurinn er einnig hliðið að Reykjavík, þar sem minn staður hefur starfað með stolti í bráðum 28 ár. Við Jómfrúarfólk hlökkum til að bjóða flugvallargestum upp á hina heilögu þrenningu; smurbrauð, öl og snaps,“ segir Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. 

Jómfrúin í Keflavík er svipuð og samnefndur staður í 101 Reykjavík. Innréttingar og veitingar ríma á báðum stöðum. 

Það er alþjóðafyrirtækið SSP sem sér um rekstur Jómfrúarinnar á Keflavíkurflugvelli en fyrirtækið sérhæfir sig í rekstri veitingastaða á flugvöllum og rekur yfir 2.600 slíka staði víða um heim, þar á meðal veitingastaðinn Elda sem nýverið opnaði á Keflavíkurflugvelli. 

„Við hjá SSP erum gríðarlega ánægð með að standa að opnun Jómfrúarinnar á Keflavíkurflugvelli. Að okkar mati er hún virkilega góð viðbót við framboðið sem fyrir er á flugvellinum. Við vonumst til þess að flugfarþegar grípi tækifærið til að hefja fríið enn fyrr en ella og komi sér fyrir í notalegu umhverfi sem margir þekkja nú þegar, frá Jómfrúnni í miðborginni,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, framkvæmdastjóri SSP á Íslandi. 

Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, Hildur Björk Hafsteinsdóttir og Hildur Norðfjörð.
Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, Hildur Björk Hafsteinsdóttir og Hildur Norðfjörð.
Óskar Sigurðsson bendir í rétta átt.
Óskar Sigurðsson bendir í rétta átt.
Vishal Sivadas.
Vishal Sivadas.
Anton Ström Óskarsson.
Anton Ström Óskarsson.
Haraldur Birgisson, Jóhann Óli Eiðsson og Jón Haukur Baldvinsson.
Haraldur Birgisson, Jóhann Óli Eiðsson og Jón Haukur Baldvinsson.
Sigurður Flosason, Birgir Steinn Theódórsson og Andrés Þór Gunnlaugsson.
Sigurður Flosason, Birgir Steinn Theódórsson og Andrés Þór Gunnlaugsson.
Brynjólfur Óli Árnason, Jakob Einar Jakobsson, Óskar Sigurðsson, Bente Brevik …
Brynjólfur Óli Árnason, Jakob Einar Jakobsson, Óskar Sigurðsson, Bente Brevik og Mía Henríetta Jakobsdóttir.
Jón Cleon og Hildur Björk Hafsteinsdóttir.
Jón Cleon og Hildur Björk Hafsteinsdóttir.
Jóhann Óli Eiðsson, Haraldur Ingi Birgisson, Daria Oszkinis og Sunna …
Jóhann Óli Eiðsson, Haraldur Ingi Birgisson, Daria Oszkinis og Sunna Dóra Einarsdóttir.
Birta Aradóttir, Jón Cleon, Hildur Björk Hafsteinsdóttir og Inga Rós …
Birta Aradóttir, Jón Cleon, Hildur Björk Hafsteinsdóttir og Inga Rós Reynisdóttir.
Birgir Steinn Theódórsson og Andrés Þór Gunnlaugsson.
Birgir Steinn Theódórsson og Andrés Þór Gunnlaugsson.
Jón Haukur Baldvinsson og Kolbrún Pálína Helgadóttir.
Jón Haukur Baldvinsson og Kolbrún Pálína Helgadóttir.
Jakob Einar Jakobsson, Guðmundur Guðjónsson, Jakob Jakobsson og Mía Henríetta …
Jakob Einar Jakobsson, Guðmundur Guðjónsson, Jakob Jakobsson og Mía Henríetta Jakobsdóttir.
Daria Oszkinis.
Daria Oszkinis.
Steinunn Jónasdóttir.
Steinunn Jónasdóttir.
Páll Svavar Pálsson.
Páll Svavar Pálsson.
Bryndís Erla Sigurðardóttir og Brandur Sigfússon.
Bryndís Erla Sigurðardóttir og Brandur Sigfússon.
Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, Kolbrún Pálína Helgadóttir og Sigurður P. Hansen.
Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, Kolbrún Pálína Helgadóttir og Sigurður P. Hansen.
Jóhann Óli Eiðsson og Haraldur Birgisson.
Jóhann Óli Eiðsson og Haraldur Birgisson.
Sunna Dóra Einarsdóttir.
Sunna Dóra Einarsdóttir.
Stefán Einarsson, Ari Einarsson, Ragnar Ragnarsson, Kristinn Þ. Guðbjartsson og …
Stefán Einarsson, Ari Einarsson, Ragnar Ragnarsson, Kristinn Þ. Guðbjartsson og Geirmundur Sigurðsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál