Hví senda giftir menn slík skilaboð?

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég velti því stundum fyrir mér hvað hafi orðið um virðinguna og siðferði okkar þegar ég skoða algeng netsamskipti kynjanna í dag. Þegar við gátum farið að fela okkur svona vel á bakvið tölvuskjái hefur ýmislegt farið úrskeiðis þar að mínu mati,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

Ég hef til dæmis sjálf oft orðið fyrir því að giftir menn vilji endilega spjalla við mig í netheimum en eru þó fljótir að láta sig hverfa þegar ég spyr hvort að konan þeirra fái ekki að sjá og fylgjast með því sem okkur fer þarna á milli. Ég hef einnig fengið oftar en mig langar til að muna eftir tilboð um að verða kynlífsleikfang hjá mönnum sem þekkja mig akkúrat ekki nokkurn skapaðan hlut. Og því miður er það ekki bara ég sem lendi í þessu, við vinkonurnar verðum allar fyrir þessu, giftar jafnt sem ógiftar.

Er þetta smart krakkar?

Hvað í ósköpunum er það sem fær gifta menn til að halda að þeir geti sent ókunnri konu beiðni um spjall á kynlífsnótum? Gera þeir sér enga grein fyrir þeirri óvirðingu sem felst í þessari beiðni bæði við þá konu sem haft er samband við og þá konu sem þeir eru giftir?

Og hvað fær menn til að bjóða upp á kynlíf í pósti án þess að þekkja eða vita nokkurn hlut um aðstæður eða siðferðismörk aðilans sem hann sendir póstana á? (Veit að þetta á við um bæði kynin svosem allt saman þó að ég tali útfrá sjónarhorni kvenna hér)

Eru þetta „markaðslögmálin“ sem gilda í dag? Giftir menn og konur sem þurfa spennulosun og ógiftir menn sem þurfa varla að vita hvaða nafn kynlífsleikfangið ber?

Hvað sem þetta flokkast undir þá er víst að þarna vantar virðingu og bara gömlu góðu almennu kurteisina.

Þegar ég hef fengið þessi líka fínu tilboð bendi ég vinsamlega á að kynlífsleikföng eru seld í Adam og Evu (ókeypis auglýsing í mínu boði) en að ég væri a.m.k ekki leikfang fyrir ókunnuga eða gifta menn úti í bæ.

En hvers vegna er þetta svona í dag? Eða hefur þetta kannski alltaf verið svona hjá ákveðnum hópum? Fer bara meira fyrir þessu í dag vegna netheimanna og veraldanna sem dvalið er í þar? 

Ég veit svo sem ekkert hvers vegna þetta er svona, held þó að klám og kynlífsvæðing undanfarinna áratuga eigi þarna hlut að máli. Held einnig að það sé allt of auðvelt að fela sig og láta eftir sér ýmislegt á netinu þar sem  lögmál raunveruleikans gilda ekki.

Allt er þetta þó hluti af væðingu þar sem tilfinningar koma hvergi við sögu og kynin eru hlutgerð (sérstaklega konur). Við vitum flest að hlutir eru til að nota en manneskjur ekki, þannig að þessi hlutgerving veldur því að við sjáum líklega þá sem eru á netinu ekki sem manneskjur af holdi og blóði né með sál og tilfinningar og því þarf ekki að sýna þeim kurteisi né pæla í siðferði gagnvart þeim.

En hvað veit ég svo sem, þetta eru bara mínar pælingar varðandi þetta en ekki stóri sannleikurinn um málið.

Ég held samt að ég hafi rétt fyrir mér með það að við þurfum að skoða betur hvers vegna þetta virðingaleysi er. Kannski þurfum við að kenna börnunum okkar betur strax frá fyrsta degi að bera virðingu fyrir sjálfum sér og hvert öðru í framkomu og orðum á netinu jafnt sem annarstaðar.

Þurfum kannski að gera þeim og okkur sjálfum betri grein fyrir því að manneskjur eru ekki hlutir til notkunar heldur sálir sem þarfnast fagurrar framkomu og kærleika sama hvort sem er á netinu eða annarstaðar.

En núna skal siðapostulinn hætta þessu tuði í bili en bið okkur þó um að skoða betur hvort að svona framkoma hæfi okkur hverju og einu, og bið okkur bara öll um að koma fram við hvert annað af virðingu og kurteisi hvort sem við erum stödd í raunheimum eða netheimum - munum að aðgát skal alltaf hafa í nærveru sálar.  

Gleðilegt sumar elskurnar og takk fyrir veturinn! 

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Á ég að loka á gifta manninn?

09:46 „Ég kynntist manni sem á konu. Hann er rosalega ljúfur og góður og við svakalega góðir vinir. Samband okkar þróaðist úr vináttu og í eitthvað meira. Hann og konan hafa átt í miklum vandræðum og er samband þeirra mjög slæmt og augljóst að hann ber litlar sem engar tilfinningar til hennar.“ Meira »

Aldur færir okkur hamingju

09:00 Mörg okkar lifa í þeirri blekkingu að lífið verði minna áhugavert með aldrinum. Á meðan rannsóknir sýna að það er einmitt öfugt. Með aldrinum öðlumst við þekkingu, reynslu, auðmýkt og hamingju samkvæmt rannsóknum. Meira »

Gáfu gömlu eldhúsinnréttingunni nýtt líf

06:00 Þórunn Stella Hermannsdóttir og Davíð Finnbogason breyttu eldhúsinu hjá sér á dögunum þegar þau máluðu myntugræna eldhússkápana hvíta á lit. Þórunn Stella myndaði ferlið frá a til ö. Meira »

Mættu í hettupeysum og pilsum

Í gær, 23:00 Mörgum þykir hettupeysur bara ganga við gallabuxur. Fólk á þessari skoðun ætti að fara að endurforrita tískuvitund sína þar sem nú eru hettupeysur og pils aðalmálið. Meira »

Fimm ástæður fyrir kynlífi í kvöld

í gær Það er hægt að finna fjölmargar góðar ástæður fyrir því að stunda kynlíf fyrir utan þá augljósu, bara af því það er gott.   Meira »

Hryllileg stemming hjá Gucci

í gær Í sal sem minnti á skurðstofu gengu litríkar fyrirsætur Gucci niður tískupallinn. Litrík föt féllu í skuggann á óhugnanlegum aukahlutum. Meira »

„Enginn fullorðinn vill láta skipa sér fyrir“

í gær „Það sem eldra fólk er að fást við er að stórum hluta að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna sig í gegnum söknuð. Sem dæmi eru margir búnir að missa maka sinn, missa hreyfigetuna, sumir þurfa að aðlagast að flytja á hjúkrunarheimili og búa þá ekki í sínu húsi eins og þau eru vön. Breytingar þegar við verðum eldri, getur komið út í reiði.“ Meira »

Árshátíð Árvakurs haldin með glans

í gær Gleðin var við völd þegar Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is, K100 og Eddu útgáfu, hélt árshátíð sína í Gamla bíó um síðustu helgi. Meira »

Heimilislíf: Miklu rómantískari en áður

í gær Elín Hirst býr ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Friðrikssyni, í fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Eftir að hjónin fluttu varð Elín miklu rómantískari. Hún keypti til dæmis kristalsljós á veggina og speglaborð úr Feneyjagleri. Meira »

Íslenskur karl berst við einmanaleika

í gær „Er rúmlega þrítugur og aldrei verið í sambandi og hef verið að berjast við gífurlegan einmanaleika. Ég hef reynt allnokkrum sinnum að tengjast einhverjum en fæ höfnun á eftir höfnun. Ég reyni að halda höfði en það er farið að reynast erfitt.“ Meira »

Skortir kynlíf en vill ekki halda fram hjá

í fyrradag „Ef ég stunda ekki kynlíf verð ég slæmur í skapinu en kynlífið með kærustunni er alveg dottið niður. Ég vil ekki vera náinn einhverjum öðrum, ég vil bara meira kynlíf með kærustunni minni.“ Meira »

Ófrjósemi er ekkert til að skammast sín fyrir

í fyrradag Eftir þrjú ár af árangurslausum tilraunum til þess að eignast barn hafa Eyrún Telma Jónsdóttir og unnusti hennar Rúnar Geirmundsson ákveðið að leita sér frekari hjálpar. Meira »

Hvers vegna viltu dýrt heimili?

21.2. Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra” en það sem er. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

21.2. Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

21.2. „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

20.2. Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

21.2. „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

21.2. „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

20.2. Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

20.2. Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »