Ekkert kynlíf í 18 mánuði

Konan er ekki í stuði fyrir kynlífsbeiðnir eiginmanns síns.
Konan er ekki í stuði fyrir kynlífsbeiðnir eiginmanns síns. mbl.is/Thinkstockphotos

Maður leitaði til Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa the Guardian, vegna þess að hann og kona hans hafa ekki stundað kynlíf síðan yngra barn þeirra fæddist. 

Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í 18 mánuði eða síðan eftir að hún átti seinna barn okkar í erfiðri fæðingu þar sem hún þurfti að gangast í gegnum minni háttar aðgerð á leggöngum. Hún er búin að ná sér núna en vill ekki tala um kynlíf. Ég reyni að sýna henni skilning og styðja hana en þetta gerir mig leiðan. Hún vill ekki íhuga ráðgjöf. 

Stephenson Connolly segir manninum að áföll geti verið snúin. 

Fæðingin sem kona þín gekk í gegnum og tengd aðgerð gerir það að verkum að hún forðast allt sem gæti leitt til endurtekningar á þeirri kvöl sem hún upplifði. Það þýðir að hún tengir núna kynlíf við óþægilegar afleiðingar. Þú verður að reyna hjálpa henni að njóta hluta sem hún tengdi áður við kynlíf, eins og til dæmis rómantísks kvöldverðar, unaðslegs nudds eða dónalegrar stundar í bílnum. 

Eftir fæðingu byrja sumar konur að þróa með sér neikvæða líkamsímynd og byrja að líta á sig sem mæður frekar en kynverur, þær eiga erfitt með að sameina þessi tvö hlutverk. Aftur, þú getur hjálpað með að hughreysta og hrósa henni og með því að gera hluti sem þú gerðir til þess að koma henni til þegar þú varst á biðilsbuxunum. Það eru örugglega aðrir þættir sem eiga þátt í þessu, eins og hormónasveiflur og áreynslan sem fylgir þeim raunveruleika að eiga tvo ung börn. Ef hún skynjar pirring þinn á röngum tíma mun hún skynja þann þrýsting eins og kynlíf sé bara eitt leiðindaverk í viðbót. Ég skil áhyggjur þínar, vertu rólegur, reyndu bara að hjálpa. 

Hjónin gera ekki mikið annað uppi í rúmi en að …
Hjónin gera ekki mikið annað uppi í rúmi en að sofa. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál