7 atriði sem bæta fullnæginguna

Byrjunin á fullnægingu hefst út í hinu daglega lífi.
Byrjunin á fullnægingu hefst út í hinu daglega lífi. mbl.is/Thinkstockphotos

Fullnæging kvenna er ekki einföld og góð bólbrögð skipta máli en stundum þarf meira til svo að kona nái toppnum. Það sem gerist fyrir utan svefnherbergið getur einnig haft áhrif á hvernig leikum lýkur í svefnherberginu. Women's Health fór yfir nokkur góð ráð. 

Kynferðisleg skilaboð

Kynferðisleg skilaboð skila sér upp í rúm. Konur sem skiptast á daðurslegum símtölum og tölvupóstum við maka sinn um eitthvað kynferðislegt sem þær langar til þess að gera fá oftar fullnægingu. Það skilar sér líka að segja hvað fólk vill þegar upp í rúm er komið. 

Samskipti

Það er ekki bara dónatal sem skilar sér í tíðari fullnægingum heldur líka hversu góð samskipti fólks eru almennt. Skýr og afdráttarlaus samskipti eru lykillinn. Ástarjátningar í bólinu skemma ekki fyrir. 

Góð samskipti skila sér upp í rúm.
Góð samskipti skila sér upp í rúm. mbl.is/Thinkstockphotos

Sjálfstraust

Rannsóknir sýna að sjálfstraust í kynlífi skiptir miklu máli auk þess sem sjálfstraust almennt og hversu ánægðar konur eru með líkama sinn skiptir máli. Ekki slökkva alltaf ljósin, æfðu þig í að hugsa jákvætt um líkama þinn.

Einbeiting

Það þykir ekki vænlegt að hugsa um hvað á að vera í matinn á morgun eða rykið á stofugólfinu þegar stundað er kynlíf. Góð einbeiting skilar sér í bættu kynlífi og þá er ekki slæmt að vera búin að temja sér smá núvitund. 

Sambandið

Hversu ánægð þú ert í sambandinu kemur í ljós í kynlífinu. Það skiptir því máli þegar kemur að fullnægingum að sambandið við makann eða bólfélagann sé gott, ef ekki gæti verið kominn tími til að breyta til. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Líkaminn

Konur eru mismunandi en það sem ætti að gagnast flestum er ef makinn örvar snípinn meðan á samförum stendur. 

Aldurinn

Konur þurfa ekki að hafa áhyggjur af aldrinum þegar kemur að kynlífi en það sama á við um fullnæginguna og gott rauðvín; hún verður bara betri með aldrinum. Ástæðan er líklega mörg áðurnefnd atriði en sjálfstraust eykst oft með aldrinum og samskipti batna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál