8 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

Ósætti kemur niður á kynlífinu.
Ósætti kemur niður á kynlífinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Ástæðan fyrir því að fólk stundar lítið sem ekkert kynlíf geta verið margar. Þreyta og mörg verkefni sem bíða er kannski það fyrsta sem kemur upp í hugann. Kynlífsráðgjafinn Mary Jo Rapini hefur sína skoðun á ástæðunum fyrir því að fólk hefur minni kynlöngun en áður eins og hún fór yfir í grein Women's Health

Þú ert í fýlu

Það er erfitt byrgja inni tilfinningar eins og reiði gagnvart maka og á sama tíma langa til að stunda kynlíf með honum. Rapini mælir með því að fólk í þessari stöðu geri eitthvað skemmtilegt saman og tali síðan um vandamálið. 

Þér líður ekki vel með líkamann þinn

Fólk á það til að forðast það að stunda kynlíf ef makinn sagði eitthvað um líkamann sem særði eða af því fólk er ekki nógu ánægt með líkamann á sér. Hér er ekki málið að hlaupa í ræktina eða taka út allan sykur heldur að æfa sig í að vera ánægður með sjálfan sig. 

Hoppa úr einu sambandi í annað

Fólk verður ekki endilega betra í rúminu eftir því sem tala bólfélaga hækkar. Fólk sem er alltaf að hitta nýja og nýja manneskju sýnir oftast bara meðalframmistöðu í kynlífi. Líklegt er að sú manneskja sé hrædd við að vera náin annarri manneskju. 

Fjöldi bólfélaga segir ekki alla söguna.
Fjöldi bólfélaga segir ekki alla söguna. mbl.is/Thinkstockphotos

Ertu að kenna pillunni um?

Rapini segir að það sé auðvelt að kenna hormónatöflum um minni kynhvöt. Getnaðarvarnir með hormónum hafa hins vegar ekki svo mikil áhrif á kynhvötina og líklegt er að fólk þurfi að kafa dýpra en í lyfjaskápinn til að finna ástæðu fyrir vandamálinu. 

Hann er að horfa á aðrar konur

Konur eru oftast ekki hrifnar af því að hoppa upp í rúm með mönnunum sínum ef þeir eru að gefa öðrum konum auga. Í slíkum tilfellum ætti að tala um vandamálið. 

Læknisfræðilegar ástæður

Í sumum tilfellum getur ákveðin lyf eða jafnvel læknisfræðileg vandamál verið ástæðan fyrir því kynhvötin er lítil. Ef engin vandamál eru í sambandinu og fólk finnur fyrir breytingu á til dæmis skapi eða lyst ráðleggur kynlífsráðgjafinn fólki að hafa samband við lækni. 

Hann er ekki góður í rúminu

Rapini segir að margar konur á milli þrítugs og fertugs kvarti yfir því að mennirnir þeirra séu góðir eiginmenn og feður en ekki frábærir í rúminu. Þá er mikilvægt fyrir konurnar að segja hvað þær vilji í svefnherberginu. 

Þið hafið verið saman lengi

Rapini segir að fleiri konur en karlar verði leiðar í langtímasamböndum. Í slíkum samböndum er gott að reyna krydda hversdaginn með því að fara á stefnumót eða jafnvel nýta sér hjálpartæki í ástarlífinu. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál