10 lífsreglur Brene Brown

Brene Brown er vinsæll fyrirlesari og rithöfundur. Hún fjallar um …
Brene Brown er vinsæll fyrirlesari og rithöfundur. Hún fjallar um mikilvægi þess að sýna viðkvæmni og skila skömminni sem fylgir því að taka þátt í lífinu og upplifa hlutina. Ljósmynd/Skjáskot veraldavefurinn.

Brene Brown er þekkt víðsvegar um heiminn fyrir fallegt og auðmjúkt viðhorf sitt til þess að vera mannlegur og berskjaldaður. Hún leggur áherslu á að við séum sterk þegar við tölum um hvað við erum að fara í gegnum og viðurkennum vanmátt okkar. Þannig sýnum við tilfinningalegan styrk. Hér eru 10 lífsreglur í hennar anda. Hún bendir reglulega á mikilvægi þess að við berum ekki skömm vegna hluta sem við höfum gengið í gegnum eða erum að upplifa í dag. Að lífið sé áskorun og við þurfum að mæta því.

Í þessari grein er haldið áfram að fylgja eftir fólki sem hefur haft sterk áhrif á umhverfi sitt víða um heiminn.

 Eftirfarandi eru 10 lífsreglur í anda Brene Brown.

Tilgangur berskjöldunar

Brene Brown telur að með því að segja hlutina eins og við upplifum þá í viðkvæmni þá sýnum við að við þolum sannleikann og erum hugrökk. Hún bendir á að með því að vera heiðarleg við okkur og aðra erum við að fara út fyrir þægindarammann okkar. Fyrstu viðbrögð okkar við þessu er oft og tíðum að finnast við vera veiklunda. En hún segir að þvert á móti, erum við að sýna styrk okkar, með því að taka ábyrgð og tala um hlutina eins og þeir eru.

Berskjöldun og ástin

Brene Brown telur að berskjöldun sé fæðingastaður ástar, þess að tilheyra, að vera hugrakkur, sýna samkennd og verða listrænn. Þetta er staðurinn þar sem vonin vaknar, við sýnum sterkan karakter og berum ábyrgð. Ef okkur þyrstir eftir skýrari tilgang í lífinu eða dýpra andlegra lífi þá er berskjöldun leiðin þangað að hennar mati.

Að hennar mati þá er aldrei hægt að elska aðra meira en við elskum okkur sjálf. Eins getur enginn gefið okkur ástina sem okkur vantar. Við þurfum að mæta fólki með ást og auðmýkt. Verða berskjölduð og sýna tilfinningar án þess að óttast hvernig aðrir taka ást okkar.

Berskjöldun og börnin

Brene Brown telur að það sem gerir börnin okkar hamingjusöm, undirbúi þau ekki endilega fyrir það að vera hugrökk í lífinu eða að mynda tengsl við aðra.

Hún segir að við getum ekki kennt börnunum okkar eitthvað sem við eigum ekki sjálf. Ef við viljum kenna þeim að tengjast öðrum, vera auðmjúk og elska skilyrðislaust, verðum við að æfa okkur sjálf í því daglega. 

Berskjöldun og sjálfsmyndin

Brene Brown leggur áherslu á að það sem hafi breytt lífi hennar hvað mest var að þegar hún áttaði sig á því að það væri tímaeyðsla að vega lífið okkar eftir viðbrögðum frá öðrum. Heldur að treysta að með heiðarleika og auðmýkt, munum við fara í gegnum skóla lífsins og stækka við hverja áskorun. Ekkert af því sem við erum að upplifa að hennar mati er minnkandi fyrir okkur sem persónur ef við leyfum því ekki að skilgreina okkur þannig.

Berskjöldun og tíminn

Brene Brown telur að ástæðan fyrir því að við erum með of mikið á okkar könnu sé sú að við erum að forðast okkur sjálf, eða öllu heldur tilfinningar okkar. Hún segir að þegar við erum svona upptekin þá erum við á leið frá tilgangi lífs okkar. Ef við höfum ekki tíma til að upplifa tilfinningarnar okkar sem eru að reyna að hrópa til okkar hvaða leið við eigum að fara þá villumst við af vegi og verðum óhamingjusöm.

Berskjöldun og sjálfhverfan

Brene Brown segir að ef hún horfir á sem dæmi sjálfhverfu (narcissism) í gegnum þetta hugmyndakerfi sér hún aðila sem óttast að vera venjulegur. Hún sér ótta sem liggur í gömlu hugmyndakerfi einstaklingsins sem var í æsku sinni aldrei nógu sérstakur til að fá eftirtekt frá öðrum, ást, að finnast hann/hún tilheyra eða hafa tilgang.

Berskjöldun og skýr mörk

Brene Brown telur að þegar við setjum skýr mörk erum við að sýna að við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, sama hvernig aðrir kunna að bregðast við þessum mörkum okkar. Þannig mætum við andlega á þá staði sem við erum á og sýnum sterkan persónuleika okkar. 

Berskjöldun og skömmin

Brene Brown telur að skömmin lifi í myrkrinu. Um leið og við tölum um hlutina sem valda okkur skömm, þá færum við ljós inn í aðstæður okkar. Skömmin þolir aldrei að um hana sé rætt eða að henni sé mætt í auðmýkt. Þá hverfur hún.

Berskjöldum og sagan

 Brene Brown telur að með því að taka ábyrgð á okkar lífssögu og elska okkur sjálf í gegnum þessa sögu, sé það hugrakkasta sem við getum gert í lífinu. Hún telur jafnframt að með því að taka ábyrgð í lífinu, getum við skrifað okkar eigin lífssögu sjálf. Við getum æft okkur daglega í eiginleikum sem skipta okkur máli og þannig orðið besta útgáfan af okkur í þessu lífi.

Berskjöldun og lífið

Brene Brown telur alla einstaklinga búa yfir sögu sem getur ef hún er sögð, snert hjartað okkar. Hún segir að ef við horfumst í augu við það og skoðum sögu fólksins í umhverfinu okkar, geta sumar þeirra verið þannig að við föllum á hné okkar og veltum fyrir okkur, þvílíkt hugrekki! Þvílíkt kraftaverk sem þessi manneskja er! Þannig er lífið að hennar mati, og við erum öll þátttakendur í því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál