5 tegundir framhjáhalds

Kynlíf með öðrum en maka er ein tegund framhjáhalds.
Kynlíf með öðrum en maka er ein tegund framhjáhalds. mbl.is/Thinkstockphotos

Skilgreiningin á framhjáhaldi er ekki einföld. Fólk heldur ekki bara fram hjá maka sínum þegar það sefur hjá annarri manneskju. Framhjáhald getur líka verið fjárhagslegt og farið fram á samfélagsmiðlum. Sérfræðingur Women's Health fór yfir fimm tegundir framhjáhalds. 

Líkamlegt framhjáhald

Augljósasta tegundin af framhjáhaldi er líklega þegar það er líkamlegt hvort sem fólk sefur hjá annarri manneskju eða bara kyssir aðra manneskju. 

Tilfinningalegt framhjáhald

Það getur líka talist vera framhjáhald þegar fólk hefur tilfinningar fyrir annarri manneskju. Þetta er óljós lína og pör ættu að ræða um hvað er í lagi í sambandinu og hvað ekki. 

Draumórar

Það er ekkert að því að fantasera um eitthvað annað í kynlífinu og sambandið getur verið eðlilegt þrátt fyrir það. Ef þessir draumórar hafa hins vegar áhrif á hegðun fólks og fela í sér óheiðarleika ætti fólk kannski að hugsa sinn gang. 

Fjárhagslegt framhjáhald

Framhjáhald einskorðast ekki við kynferðislegar athafnir, það að fela hvernig fólk ráðstafar peningum sínum og ákvarðanirnar hafa kannski áhrif á hinn aðilann getur það verið ákveðin tegund af framhjáhaldi. 

Framhjáhald á samfélagsmiðlum 

Framhjáhald með hjálp samfélagsmiðla getur verið tvennskonar, annars vegar getur fólk verið að tala við annað fólk á samfélagsmiðlum, skoða fyrrverandi maka á samfélagsmiðlum eða laumupokast á stefnumótaforritum eins og Tinder þrátt fyrir að vera í sambandi. Hins vegar getur síminn stolið athyglinni frá makanum og hún beinst að samfélagsmiðlum. 

Fólk ætti að koma sér saman um hvað er í …
Fólk ætti að koma sér saman um hvað er í lagi. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál