Íslensk kona gefur góð Tinder-ráð

mbl.is/ThinkstockPhotos

Stefnumótaappið Tinder er afar vinsælt hjá þeim sem eru einhleypir og reyndar líka hjá sumum sem eru í samböndum, en það er önnur saga. Smartland fékk íslenska konu, sem er virkur Tinder-notandi, til þess að segja frá sinni upplifun af myndavali á Tinder.  

Þessi íslenska kona segir að karlar ættu alls ekki að nota speglamyndir af sér á Tinder og alls ekki vera berir að ofan í speglinum. Það sé alveg „off“. 

„Fáðu vin til að taka mynd af þér því. Ef þú ert bara með speglamyndir þá kemur það út eins og þú eigir enga vini. Ber að ofan spegla selfie gerir þig hrokafullan og við vinkonurnar erum sammála um að við erum snöggar að swipe-a til vinstri (sem þýðir nei) þegar við sjáum slíkar myndir,“ segir hún. 

Hún segir að stútur á vörum, Zooklander svipurinn, sé líka „off“og mælir með því að karlar séu afslappaðir og náttúrulegir á myndum. 

„Ef menn þurfa endilega að vera berir að ofan þá verður það að vera í takt við umhverfið, ekki bara út í bláinn og alls ekki heima í speglinum.“

Hún segir að það sé einnig fráhrindandi þegar menn birta myndir af sér með fyrrverandi kærustum eða öðru kvenfólki. 

„Það gefur til kynna að þú sért ekki kominn yfir hana og/eða nýkominn úr sambandi og við hugsum að þú sért ekki tilbúinn. Menn ættu líka að sleppa því að birta mynd af sér með gæludýrum sínum eða börnunum sínum. Tinder er ekki vettvangur til að sýna börnin þín. Það á ekki bara við um karlpeninginn heldur líka um konur. Konur vilja bara sjá menn eins og þeir eru og því eru fílteraðar myndir líka úti. Það er jafn asnalegt og að photoshoppa myndina þína. Við munum komast að sannleikanum hvort sem er þegar við hittum þig – ef við hittumst,“ segir hún. 

Það ku líka vera glatað að vera með annarri manneskju á öllum myndum því þá sé erfitt að átta sig á því hver þú ert nákvæmlega. 

„Það er ekkert jafn óheillandi og þeir sem eru í Skóla lífsins. Það gefur til kynna að þú haldist illa í vinnu og sért metnaðarlaus,“ segir hún. 

En hvernig á fólk að haga sér á Tinder fyrst allt hér að ofan sé úti? 

„Fólk á að hafa 3-5 myndir, eina heilmynd þannig það sjáist vaxtalag, andlitsmynd og eina þar sem fólk er að sinna áhugamálum sínum eins og til dæmis fjallgöngum eða golfi ef fólk hefur áhuga á því. Svo þarf fólk að hafa myndir í fókus, blörruð djamm-mynd gerir ekkert fyrir þig. Svo er ekki málið að hafa bara myndir af andlitinu. Það segir okkur ekki mikið um þig og alls ekki vera bara með djamm-myndir nema þú sért eingöngu að leita þér að drykkjufélaga. 

En það er ekki bara myndin sem getur skipt sköpum heldur einnig textinn undir myndinni. Okkar kona segir að það sé alveg glatað að setja í starfsheiti að viðkomandi sé sjálfstætt starfandi mamma eða heimavinnandi mamma.  

„Karlmönnum þykir það ekki heillandi. Þú mátt vera mamma og eiga börn en það er ekki vettvangur til að auglýsa börnin á Tinder.“

Getur Tinder-myndin gefið í skyn að hverju þú ert að leita?

„Já, ef þú ert kona og ert að leita þér að sambandi þá ættir þú ekki bara að vera með brjóstamyndir eða myndir í þeim dúr. Ef þú sýnir mikið hold gefur þú til kynna að þú sért lauslát og sért ekki með mikla sjálfsvirðingu. Það mætti líka lesa það út úr myndinni að þú sért til í að hoppa upp í rúm með hverjum sem er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál